Kirkjuritið - 01.06.1972, Side 44

Kirkjuritið - 01.06.1972, Side 44
Aftansöngur og leiðbeiningar Sem dœmi um tíðagjörð skal hér prentaður aftansöngur á einum sunnudegi. í stað fimm sálma Davíðs eða þriggja, sem víða er gert nú, verður hér aðeins tilfœrður einn, rúmsins vegna. Tíðagjörð þessi hefir að jafnaði verið miðuð við söng, en hana má eins vel miða við lestur. Þegar hún er lesin, verður lesturinn að vera hik- laus og með eðlilegum hraða. Það, sem merkt er með V. (versus = vers), les prestur eða annar, er leiðir til- beiðsluna. Það, sem merkt er með R. (Responsum = svar), lesa allir við- staddir. Jafnframt skiptast þeir, sem flytja þessar bœnir, í tvo hópa. Það, sem merkt er með I, les annar hópur- inn, en það, sem merkt er með H< les hinn. Báðir hóparnir lesa þa®' sem merkt er með I—II og sömuleiðis andstefin. Við tvípunkt og kross er andartaksþögn i lestri. Annað atferli við einstaka liði er þetta: Þegar lesin er lofgjörðin í 1°^ Davíðssálms eða lofsöngs, þ.e. ,,Dýr® sé Guði . . þá hneigja allir höfe^ sín, en lyfta höfði við orðin: ,<sV° sem var í upphafi . . .". Þegar lesi^ er úr Ritningunni er setið, nema lesl sé úr guðspjöllum, þá skal staðið' Við lofsöngva, t.d. Lofsöng Maríu, er venja að standa, svo og við signinQ una í upphafi og við bœnir. Atfer [ í þessari tiðagjörð er að öðru leVfl frjálst. Aftansöngur t SIGNINGIN UPPHAF V. Vertu hjá oss, Drottinn, R. því að kvölda tekur og degi hallar. V. Guð, lát þér þóknast að frelsa mig, R. Drottinn, skunda mér til hjálpar. V. Dýrð sé Guði, Föður og Syni, og Heilögum Anda. R. Svo sem var i upphafi er enn og verða mun, um aldir alda. Amen. Hallelúja. (Um föstu sé í stað halleluja sung- ið: Lofaður sért þú, Kristur, konungur dýrðarinnar). DAVfÐSSÁLMUR 118:19-29 Andstef: Þetta er dagurinn, ser° Drottinn hefir gjört: fögnum, og ve' um glaðir á honum. I. Ljúkið upp fyrir mér hliðum r®f lœtisins: að ég megi fara 1 um þau og lofa Drottin. t II. Þetta er hlið Drottins: réttla*1 menn fara inn um það. I. Ég lofa þig, af þvi að þú heyrðir mig: og ert orðinn hjálprœði. ,.fn. II. Steinninn, sem smiðirnir h uðu: er orðinn að hyrnin9a steini. 138

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.