Kirkjuritið - 01.06.1972, Blaðsíða 50
látan alvörublœ, sem yfir honum
hvíldi við fyrstu kynningu, var hann
liúfmannlegur í viðmóti og glaður á
góðri stund.
Embœttisstörf sín öll rœkti hann af
sérstakri reglusemi og skyldurœkni.
Hann þótti mjög góður rœðumaður
og öll tíðagjörð hans fór fram með
sérstökum virðuleik og smekkvísi.
Barnauppfrœðslu og húsvitjanir rœkti
hann af sérstakri alúð og kostgœfni,
enda naut hann þakklœtis og virð-
ingar hjá sóknarbörnum sínum fyrir
œskulýðsstarf sitt og sálgœzlu. Þó
mun séra Böðvar hafa verið nafn-
kunnastur fyrir skólahald sitt og ungl-
ingafrœðslu. Um fjöldamörg ár hélt
hann unglingaskóla á Hrafnseyri,
þar sem hann kenndi allar náms-
greinar, sem krafist var undir gagn-
frœðapróf.
Héldu margir af nemendum hans
áfram námi, sumir I menntaskóla,
aðrir í kennara- eða stýrimannaskóla.
Enginn vafi leikur á því, að þessi
ungmennafrœðsla séra Böðvars var
gagnmerk og því ncer sérstœð hér á
landi á þessum árum. Hann var sjálf-
ur fjölmenntaður lœrdómsmaður, sem
auk þess bjó yfir sérstökum kennara-
hœfileikum og lifandi áhuga á því,
að skólavistin yrði nemendum hans
að sem mestu gagni. Hann lagði
r!ka áherzlu á það, að ungmennin
temdu sér háttvísi og prúðmannlega
framkomu og alhliða reglusemi.
Þá krafðist hann algjörs bindindis,
bœði hvað snerti áfengis- og tóbaks-
neyzlu, enda var hann sjálfur einlœg-
ur og áhugasamur „templari" alla
œvi. Eins og að líkum lœtur komst
séra Böðvar ekki hjá því að taka að
sér ýms opinber trúnaðarstörf í héraði
sínu. Auk prófastsstarfa, er hann
hafði með höndum hin síðari prests-
skaparár sín, var hann meðal annars
kjörinn sýslunefndarmaður og fuIItrui
á þing- og héraðsmálafundi sýslunn-
ar. Þá varð hann enn fremur að
gegna oddvitastörfum, svo fátt eitt
sé nefnt. Þá sat hann í stjórn Presta-
félags Vestfjarða og átti mikinn og
merkan þátt í útgáfu og ritstjorn
LINDARINNAR, tímarits félagsins-
Séra Böðvar ritaði einnig fjöld°
greina í blöð og tímarit. Fjölluðu
um hin margvlslegustu efni, skólamál/
bindindi og kristindómsfrœðslu. Einn-
ig samdi hann og gaf út námsbók 1
kristnum frœðum, til fermingarundit-
búnings. — Þá ritaði hann sögu
Hrafnseyrar, hina fróðlegustu bók/
sem lýsir staðnum og skýrir fra
sögulegum atburðum, er þar hafn
gerzt, bœði fyrr og síðar. Máske ber
þar þó hœst minningu Jóns Sigur^s'
sonar, forseta, sem fœddist þar °9
ólst upp. í bók þessari kemur'í Ij°s
kœrleikur séra Böðvars til Hrafnseyt'
ar, svo ósjálfrátt kemur manni í huð'
að hann hafi eins og Grelöð land-
námskona, fundið hér þann ,,hun'
angsilm úr grasi", sem batt hann
við þennan sögufrœga stað alla hans
embœttistíð. Þá er skylt að geta þess,
að séra Böðvar var prýðilega skáld'
mœltur. Eftir andlát hans gaf ekk|a
hans, frú Margrét Jónsdóttir, út Ijóð-
mœli hans. Höfðu áður birzt sálmal
og kvœði eftir hann, bœði í LlNDlNNI
og víðar.
Séra Böðvar var tvíkvœntur. Fyrrl
kona hans var Ragnhildur Teitsdóttir
frá ísafirði. Varð þeim fjögurra barna
144