Kirkjuritið - 01.06.1972, Side 18
Og það varð íslenzkri sálmasögu til
mikils tjóns, að heilsa hans og líf
entist ekki lengur. í fyrsta lagi hafði
séra Þorsteinn brennandi áhuga fyrir
þessum frœðum, og hann mun hafa
sinnt þeim meira og minna síðasta
áratuginn, sem hann lifði. Þegar hann
lœtur af embœtti vorið 1946, fer hann
utan sér til heilsubótar. Hann var
veill til heilsu, en naut þó þeirrar
heilsu, að hann gat lesið og stúder-
að. Lengst af var hann 1 Uppsölum
þann tíma, sem hann var erlendis,
nokkuð á annað ár. Ég veit, að hann
sótti háskólabókasafnið í Uppsölum
mjög fast. Reyndar var hann lika í
Kaupmannahöfn. Hann var mikill
eljumaður og vann eftir því sem þrótt-
ur hans og heilsa leyfði. Til þess ber
margt, að mikið tjón varð af að
missa hans við. Hann var maður kjör-
inn til þessara starfa. Hann var
brennandi áhugamaður um þessi
frœði, eins og ég gat um áður, hann
hafði skarpa dómgreind, hann var
innilegur trúmaður og hann hafði
nœman bókmenntasmekk. — Honum
entist ekki aldur til að skrifa sam-
fellt, en þó skrifaði hann œrið mikið.
Og eins má geta, sem ég gœti búizt
við að hefði jafnvel tafið hann eða
háð honum: Hann var mjög gagn-
rýninn á sjálfan sig, fannst aldrei
neitt nógu gott.
— Þú hefur kannski haft aðgang
að blöðum hans?
— Ég hef getað haft aðgang að
þeim. Það eru kompur eftir hann
suður á Háskólabókasafni í fjórum
smákössum. Eitthvað mun nú til
meira, auk þess, sem hann hafði
verið vanur að skrifa talsvert á spáss-
íur í sálmabókum sínum. Þar er
margan fróðleik að finna. Þetta hefur
náttúrlega komið mér að ýmsu gagnl
og flýtt fyrir mér. Vitanlega höfum
við séra Þorsteinn lesið mikið sömu
bœkurnar. En það styrkti mig mikið'
þegar ég fann það sama síðar hja
séra Þorsteini og allt bar heim.
Eins og ég sagði: Þar var rnaðurinm
sem virtist kjörinn til þess að vinna
þetta verk. Hann var svo vandvirkur
maður.
III.
Eigin uppruni — Trúarlíf í
Rangárþingi — Tildrög
prestsskapar — Prestsstarfið
og vistin í Saurbœ
— Vildirðu þá vera svo góður, a^
segja dálítið frá uppruna þínum °9
e.t.v. fyrstu tildrögum prestsskapar-
— Ég er Fljótshlíðingur, og a^
móðurkyni í raun og veru í marga
œttliði. Svona til gamans get ég sa9f
þér það, að ein formóðir mín v°r
systir sr. Jóns á Bœgisá. Hún var g'^
bónda í Fljótshlíðinni, og Jón dvald'
ist eitthvað þarna í Teigi í Fljótshlí
sem ungur maður.
— Hvað hét hún?
— Hún hét Þorbjörg og bjó á Hey-
lœk. — Ég er fœddur í Hlíðarenda
koti, á þeim bœ, sem Þorsteinn ^r
lingsson frœgði með sínu alkunna
kvœði ,,Fyrr var oft í koti kátt".
var tvlbýli, og landþröngt var nU
þarna sjálfsagt, eftir að Þverá f°r
að brjóta. Föðuramma mín, Halla'
fluttist að Hlíðarendakoti á þnðia
ári. Hún var sonardóttir Helgu J°n5
dóttur Steingrímssonar, eldprests. ^9
112