Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1973, Side 18

Kirkjuritið - 01.09.1973, Side 18
og vlgðist þó um vorið til Kólfafells- staðar. Hafði kallið skv. eindreginni ósk heimamanna verið látið bíða hans í tvö ár, frá því er faðir hans, sr. Pétur Jónsson, féll frá. Sr. Jón þjónaði síðan þessu kalli til vorsins 1944, er hann baðst lausnar sakir veillar heilsu. Hann var prófastur í Austur-Skafta- fellsprófastsdœmi lengst af prests- skapar síns eða frá 1930. Eftir að hann lét af embœtti var hann kennari við Iðnskólann hér í Reykjavík. Kona hans, frú Þóra Einarsdóttir, lifir mann sinn, ásamt þremur börnum þeirra. Sr. Jón Pétursson varð fyrir veik- indaáfalli á skólaárum. Tafði það nám hans og mun hafa dregið úr þreki hans, einkum til ferðalaga, sem voru erfið austur þar í þá daga, og auk eigin prestakalls þjónaði hann Örœf- um um langt skeið og Bjarnanesi eitt ár. Hann var ástsœll meðal sveitunga og héraðsbúa frá fyrsta fari, enda heillyndur, góðviljaður og vammlaus. Hann var manna minnugastur og fróð- astur um söguleg efni, einkum œtt- frœði, svo sem hann átti kyn til. Vér þökkum þessum brœðrum sam- fylgd og störf, vottum þeim virðingu og ástvinum samúð. Þessar þrjár prestskonur hafa látizt: Frú Hanna Karlsdóttir, síðari kona sr. Sigurðar Einarssonar í Holti. Hún andaðist 15. júlí 1972, 62 ára að aldri, f. 6. júlí 1910. Frú Lára Ólafsdóttir Kolbeins, ekkja sr. Halldórs Kolbeins. Hún lézt 18. marz s. I. tœpra 75 ára að aldri, f. 26. marz 1898. Frú Guðríður Vigfúsdóttir, kona sr. Björns O. Björnssonar. Hún lézt 12- apríl s. I., nœr 72 ára að aldri, fœdd 2. júní 1901. Vér heiðrum minningu þessara merku kvenna, þökkum þeim og vott- um ástvinum þeirra samúð. Helgum horfnum vinum hljóða stund og rísum úr sœtum. Lausn frá embœtti Þrír prestar hafa látið af embœtti fyrir aldurs sakir. Sr. Einar Guðnason fékk lausn fr° prests- og prófastsstörfurri 1. nóvern- ber 1972. Hann er fœddur 19. iu'' 1903, varð kandidat í guðfrœði 1929/ settur sóknarprestur í Reykholtspresta- kalli 1930, veitt kallið ári síðar °9 þjónaði hann því síðan alla tíð. Hann var settur prófastur í Borgarfjarðarpr°' fastsdœmi 1. okt. 1966, skipaður 1- apríl 1967, og 1. júlí 1971 var hann skipaður prófastur að nýju að und- angenginni tilnefningu presta í h'pu sameinaða Borgarfjarðar- og AAýr°' prófastsdœmi. Hann hefur alla tíð kennt við Héraðsskólann í Reykhol 1 og þau hjónin bœði, en kona sr. E'n ars er frú Anna Bjarnadóttir. Mörgu,n fleiri störfum hefur hann gegnt, aU prestsskaparins, enda ágœtum hcef' leikum búinn, manna þýðastur I sann starfi og tillögugóður. Það hefur mjóð komið í hans hlut oq þeirra hjóna a , .r *. p Pyk kynna gestum sogustaðinn holt. Er sr. Einar traustur söguma og margfróður og lœtur vel að seQl frá. Hann hefur jafnan notið tra og vinsœlda sóknarmanna sinna verið mikils virtur af stéttarbrceðrurn usts oð 208

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.