Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1973, Side 86

Kirkjuritið - 01.09.1973, Side 86
eru boðin, þótt hann lóti allt annað ógjört. Hvers vegna er hann þá að leita annarra, sem honum eru ekki nauðsynleg og boðin, og vanrœkir þau, sem eru nauðsynleg og boðin? Síðustu tvö boðorðin Síðustu tvö boðorðin, sem banna hin- ar illu girndir líkamans í lystisemdir og tímanleg gœði, eru augljós. Að sönnu gjöra girndirnar ekki náungan- um tjón. Einnig vara þœr allt til graf- ar, og baráttan gegn þeim fylgir oss til dauðans. Því hefur Páll dregið þessi tvö boðorð saman í eitt I Róm. 7 og sett oss takmark, sem vér náum ekki og getum aðeins beint hugsunum vor- um að til dauðans. Því að enginn hef- ur verið svo heilagur, að hann hafi ekki fundið hjá sér neina illa hneigð, þegar tilefni og eggjun á sér stað. Erfðasyndin er þó eðlinu meðfœdd, og lœtur hún að vísu sefast, en henni verður ekki útrýmt með öllu fyrr en við líkamsdauðann, sem er og þeirra vegna gagnlegur og œskilegur. Guð hjálpi oss til þess. Amen. þakkargjörð á ártíðardegi PRÆFATIO DEFUNCTORUM V. Drottinn sé með yður. R. Og með þínum anda. V. Lyftum hjörtum vorum til himins. R. Vér hefjum þau til Drottins. V. Látum oss þakka Drottni Guði vorum R. Það er maklegt og réttvíst. V. Sannlega er það maklegt og réttvíst, skyldugt og mjög hjálpsamlegt, að vér alla tíma og í öllum stöðum lofum þig og þökkum þér, þú heilagi Drottinn, almáttugi Faðir og eilífi Guð fyrir Jesúm Krist, vorn Drottinn. Fyrir hann eigum vér von hins eilífa lífs, sem hann í efsta dómi mun gefa þeim, er trua. Þess vegna með englunum og höfuðenglunum, með tignunum og drottinvöldunum, ásamt með öllum himneskum hirðsveitum syngjum vér lofsönginn þinnar dýrðar óaflátanlega segjandi: R. Heilagur, heilagur, heilagur ert þú Drottinn, Guð allsherjar. Himnarnir og jörðin eru full af dýrð þinni. Hósíanna í hœstum hœðum. Blessaður sé sá, sem kemur í nafni Drottins. Hósíanna í hœstum hœðum. Úr MESSUBÓK Sr. SigurSar Pálssonar 1961. 276

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.