Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1973, Page 32

Kirkjuritið - 01.09.1973, Page 32
aukið erfiði þeir leggja ó sig, til þess að horfa fram hjá tómleika og til- gangsleysi lífsins og hve mjög þeir leita huggunar í allri þeirri tilbreyt- ingu, sem heimurinn hefur að bjóða. Ennfremur kynni okkur að berast til eyrna hrópið, sem einatt er reynt að þagga: ,,Etum og drekkum. því á morgun deyjum við." En forðumst oflœti í afstöðunni til þessara villuráfandi sauða. Sýnum þeim heldur þá sömu samúð, sem hjarta föðurins átti í svo ríku mœli til handa fjarstöddum syni. f stuttu máli: Það versta, sem getur hent trú okkar, er að við förum að líta á hana sem sjálfsagðan hlut. Kristin- dómurinn okkar má aldrei verða eins og slitinn frakki, sem við klœðumst, unz hann tollir ekki lengur saman. Við skynjum ekki hjálprœði Guðs, nema við þökkum honum hvern dag. Aðeins sá, sem þakkar, fœr notið þess undramáttar, sem kœrleikur Guðs lcet- ur í té. Enginn, nema sá, sem þakkar, varðveitir trúna ferska. Nótt og dag gleðst hann í Drottni. Fyrir honum er trúin ekki aðeins hugmyndirog venjur, heldur líf, fylling, hamingja. Páll postuli hvetur okkur til þess að vera ávallt glaðir, jafnvel mitt í þreng. ingum. Og bréf hans eru þrungin gleði og fögnuði. í augum hans er kristnin ekki hversdagsleg Iífsspeki, heldur líf undir formerki kraftaverksins. Ekkert er þegið sem sjálfsagður hlutur, svo að undrið nœr aldrei að fölna. Páll hafði hatað Jesúm og ofsótt hann. En líf hans tók aðra stefnu, er hann mœtti hinum upprisna Kristi á veginum til Damaskus. Þá kallaði Kristur hann heim — úr fjarlœgu landi haturs og firringar. Einn af stúdentum mínum hefur lýst því fyrir mér, hvernig hann ólst upp án minnstu þekkingar á Kristi. En i plássinu, þar sem hann átti heima, uppnefndu menn þorpsfíflið „Jesúm." Krakkarnir voru vanir að elta aumingj' ann og œpa að honurm „Jesús! Jes- ús!" Geta má nœrri, hve nýstárleg reynsla það var fyrir þennan unga mann, að kynnast síðar fagnaðarer- indinu um Jesúm Krist. Og hann hlýtur að hafa þurft að gjörbreyta þeirti mynd, sem hann geymdi í huga sér af „Jesú". En jafnframt gœti maður gei"f sér í hugarlund (og sú varð líka raun- in), að þessi stúdent hafi verið fœr um og lofa hinn nýja Drottinn sinn af miklu hjartanlegri og sannri gleði en þeir, sem taka kraftaverkið sem sjálf' sagðan hlut. Eitfhvað þessu líkt á Opinberunar- bókin við, er hún talar um hinn ,fyrrl kœrleika". Töfrar hans eru í því fólgn' ir, að hann er enn ekki orðinn að vana< heldur er hann sí-ferskur og nýr °9 gœðir líf okkar œsandi kviku, spenn' andi fiðringi. Það eru nefnilega engin hvunndagstíðindi, að Jesús skuli ver° vegur til himinsins heim, og að hann skuli bjarga okkur frá örvœntingu einkalífi, og frelsa okkurfrá glötun °9 tortímingu. En — við verðum að ha ^ ákallað úr djúpinu, brennt allar bfý1 að baki okkar og upplifað fánýti a11^ ar mennskrar huggunar, til þesS a skilja Jesúm og gildi hjálpar hans- Hve margir voru þeir ekki, sem sCítu í fangelsi, máttvana af hungá kvaldir af hroðalegustu pyndingurn' 222

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.