Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1973, Page 72

Kirkjuritið - 01.09.1973, Page 72
Menn fyndu mismunandi leiðir að því að tilbiðja Guð og nýjar leiðir til þess að opna hjörtu manna fyrir takmarka- lausum kœrleika Guðs. Menn eiga að vera endurskin þessa kœrleika svo að fleiri geti skynjað hann og notið hans. Meðal gesta var f. v. framkvœmda- sfjóri Alkirkjuráðsins Dr. Eugene Cars- on Blake. Hvatt til náinna samskipta Lúthersku kirkjunnar og Anglikönsku kirkjunnar. [ brezka kirkjublaðinu „Church Times" frá í vor er getið um opinbera skýrslu, sem greinir frá viðrœðum fulltrúa Anglikönsku kirkjunnar og Lútherska heimssambandsins um nánari tengsl þessara kirkjudeilda. Forsetar viðrœðu- nefnda voru Gunnar Hultgren, erki- biskup í Uppsölum og R. R. Williams, biskup í Leicester. í upphafsgrein skýrslunnar segja anglikönsku fulltrúarnir: ,, . . . enda þótt þeir haldi fast við mikilvœgi hins sögulega biskupsembœttis, þá óski þeir að lýsa því yfir, að þeir viður- kenni sanna boðun Orðsins og með- ferð sakramentanna í Lúthersku kirkj- unni". Jafnframt segja þeir, að Angli- kanska kirkjan hafi notið mikilla áhrifa og blessunar af frúmennsku Lúthersku kirkjunnar við hið posullega fagnað- arerindi. „Vér viðurkennum með gleði sannarlegt samfélag líkama Krists i Lúthersku kirkjunni og postullega þjón- ustu hennar. Bœði Anglikanarog lúth- erskir cettu að bjóða velkomna með- limi hvorrar kirkju um sig til neyzlu altarissakramentisins og hvetja til þess, að meðlimir hvorrar kirkju um sig neyti sakramentisins í kirkju hinna, þegar þörf bíður og samvizka bannar ekki. Gagnkvœm virðing sé í Ijós lát- in". í skýrslunni segir ennfremur, að Enska kirkjan (Church of England) œtti ekki lengur að gera greinarmun á hin- um einstöku lúthersku kirkjum, heldur skuli vera sama afstaða til þeirra alIra sem verið hafi milli Ensku kirkjunnar og kirkna Svíþjóðar og Finnlands. Skýrslan birtir þörf fyrir að hraðað verði „lífrcenna sambandi kirkjudeild- anna". Höfuðtillögur, sem fram eru settar i skýrslunni eru þessar: 0 Regluleg tengsl verði milli Angli' könsku kirkjunnar og Lútherska heimssambandsins. • Sérstök þjónusta sé veitt ferða- mönnum. 0 Sameiginleg notkun bygginga °9 kirkjulegra stofnana, þar serT1 ceskilegt geti talizt. 0 Sameiginlegur vitnisburður s® framborinn um fagnaðarerindi og þjóðfélagsmál, þar sem Þvl verði viðkomið. 0 Haldið verði áfram viðrœðam/ bceði á einstökum stöðum °9 a opinberum fulltrúum kirknanna. 262

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.