Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1973, Page 69

Kirkjuritið - 01.09.1973, Page 69
Gonviile ffrench-Beytagh, dómprófastur Hann fœddist í Singapore árið 1912. gerð hans og saga er gerólík sögu Ambrose Reeves, biskups. FjölskyIda hQns, ef fjölskyldu skyldi kalla, hafði ^niklu meiri áhuga á drykkjuskap en börnum. Hann átti því nœsta erfiða óernsku og œsku. Ungur maður fór hcinn til New Zealand. Ráfaði þar um °9 lifði eins og „hippi". Árið 1932 ^ókst honum að komast til Suður-Afr- 'ku og í þann mund, sem móðir hans ^ar að undirbúa eitt af sínum mörgu rúðkaupum. Eitf sterlingspund átti ann í vasanum, þegar hann kom til Durban. Þar var móðir hans og þar varð honum á að móðga hana, þegar hann ávarpaði hana með eftirnafni, er hann rétti henni eitt af hinum mörgu vínglösum, sem hann hafði blandað i fyrir hana. Gonville ffrench - Beytagh tók nú að leita sér að atvinnu og jafn- framt að reyna að skrapa saman fyrir menntun. Hann tók þá ákvörðun að gerast prestur. Ekki var það fyrir áhrif frá einhverjum bókum, sem hann las né það, að presfsmenntun vœri svo ódýr, því að það var hún ekki. Heldur var það fyrir áhrif kristinna manna. Einkum var það prestsdóttir ein ensk, sem hafði áhrif á hann. Hún skaut skjólshúsi yfir hann, meðan hannbasl- aðist áfram að afla sér menntunar. Sömuleiðis styrkfu hann og örfuðu menn eins og sr. Tubby Clayton, sem þekktur er fyrir stofnun Toc H félags- skaparins, er fœst við margskonar kristin mannúðar- og þjóðfélagsstörf, — og Allan Paton, skáld, sem ritaði hina velþekktu bók: „Grát ástkœra fósturmold". í dómkirkjunni i Jóhann- esarborg átti hann sitt afturhvarf á aðfangadag jóla árið 1934. Gonville ffrench-Beytagh varð há- kirkjumaður eins og Reeves biskup „anglo-katolikki" eftir að hanngerðist prestur. Hann naut starfs síns sem sóknarprestur í ríkum mœli. Árið 1954 gjörðist hann dómprófastur í Salisbury í Rhodesíu og var það í ellefu ár. Eng- an þátt tók hann í stjórnmálum og var 259

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.