Kirkjuritið - 01.09.1973, Qupperneq 82
hlýtur því að vinna tákn og furðuverk
í lífi sínu, eins og Sýrak segir.
Sjáðu nú, vilji einhver ekki aðeins
vinna góð verk, heldur furðuverk meir
að segja, sem Guð getur hrósað og
haft þóknun á, hvað þarf hann annað
að hugsa? Hann gœti að sjálfum sér,
svo að hann fari ekki að elta gull.
Hann setji ekki traust sitt á fjármuni,
heldur láti gullið elta sig og féð bíða
náðar sinnar. Hann hafi engar mœtur
á því né láti hjarta sitt loða við það.
Þá er hann hinn sanni örláti maður,
sem vinnur furðuverk og er hamingju-
samur. í þeim skilningi segir Job. 31:
,,Ég hef aldrei reitt mig á gull til þessa
og aldrei látið féð vera huggun mína
og traust." Og í Sálmi 62 segir: ,,Þótt
yður hlotnist auðœfi, þá gefið þvi ekki
gaum." Sömuleiðis kennir og Kristur í
Matt. 6, að vér skulum ekki vera
áhyggjufullir um það, hvað vér eig-
um að eta og drekka og hverju vér
eigum að klœðast, því að Guð sjái fyr-
ir því og viti, að vér þörfnumst þessa.
En margir segja: ,,Já, reiddu þig á
það. Vertu áhyggjulaus og sjáðu, hvort
það flýgur ekki steikt hœna í munninn
á þér." En ég segi ekki, að neinn eigi
að láta ógjört að vinna og leita sér
fœðu, heldur eigi hann aðeins að vera
áhyggjulaus, ekki ágjarn og láta ekki
hugfallast út af þvi, að hann hafi nóg.
Því að vér erum allir dœmdir með Ad.
am til erfiðis eins og Guð segir í I.
Mós. 3 ,,í sveita andlitis þíns skaltu
brauðs þíns neyta." Og í Job. 5 segir:
„Maðurinn er fœddur til erfiðis eins
og fuglinn til flugs." Fuglarnir fljúga
án áhyggju og ágirndar. En sértu
áhyggjufullur og ágjarn í von um, að
steikta hœnan fljúgi í munn þér, vertu
þá áhyggjufullur og ágjarn og sjáðu,
hvort þú munir halda boðorð Guðs
og verða þannig hólpinn.
3. Þetta verk kennir trúin sjálfkrafa,
því að þegar hjartað er visst um náð
Guðs og reiðir sig á hana, hvernig er
þá unnt, að maður haldi enn áframað
vera ágjarn og áhyggjufullur? Hann
hlýtur þó vafalaust að vera viss um,
að Guð taki hann að sér. Þess vegna
heldur hann ekki dauðahaldi í neina
fjármuni. Hann notar þá einnig með
gleði og örlœti náunganum til gagns
og veit vel, að hann muni hafa nog<
hve mikið sem hann gefur. Því aðGuð,
sem hann treystir, mun ekki afneito
honum eða yfirgefa hann, eins og
stendur í Sálmi 37: „Ungur var ég, °9
gamall er ég orðinn, en aldrei hef e9
séð trúaðan mann, sem treystir Guðt
þ. e. réttlátan mann, yfirgefinn °e
niðja hans biðja sér matar." Þess
vegna kallar postulinn enga aðrasynd
hjáguðadýrkun en ágirndina, því
hún sýnir greinilegast, að hún treyst't
Guði í engu og vœntir meira góðs a
peningum sínum en Guði. Guð er þ°
heiðraður eða vanheiðraður með slíku
trausti, eins og sagt hefur verið.
Og í sannleika, á þessu boðorði ma
skýrast sjá, að öll góð verk hljóta a
fara fram og gjörast í trúnni, þv' 0
hér finnur hver maður glöggt, að van
fraust er orsök ágirndar, en trúin er ar
sök örlœtis. Því að örlátur er maður
flf
kki,
e(
því, að hann treystir Guði og efar e
að hann muni hafa nóg. Hins vegar
hann ágjarn og áhyggjufullur, af
að hann treystir ekki Guði. Eins og trU
in er nú meistari og frumkvöðull hin^
góða verks örlœtisins, svo er hún P
einnig í öllum öðrum boðorðum.
272