Kirkjuritið - 01.04.1976, Blaðsíða 10

Kirkjuritið - 01.04.1976, Blaðsíða 10
fróðlegt og skemmtilegt. í stuttu máli er flest það, sem hér verður fest á blað, áður bókað ( bláu bókinni. Sú er þó afsökun þessa ritsmíðastúfs um Jóhannes í Kirkjuriti, að bláa bókin liggur ekki á glámbekk. Morgunblaðsgreininni fylgja þrjár myndir: Ein er af gamla bænum á Reykjanesi, sem Jóhannes fæddist í, þegar foreldrar hans voru þar hjú hjá vitaverðinum. Snotur bær með hvítmál- uðum gluggum og vindskeiðum. Önnur er af lúðrasveit KFUM, sem hét nú reyndar Sumargjöfin. Þar eru allir með virðulegar embættishúfur, einnig síra Friðrik, sem situr fyrir miðju með stjórnandanum, Hallgrfmi Þorsteins- syni. En lengst til vinstri stendur Jó- hannes með húfuna niðri í augum og stærðar horn í fanginu. Fyrir framan hann situr Páll bróðir hans með trumbu sína. Þriðja myndin er af Jóhannesi við prentvélina í Leiftri. En hér eru einnig skýrar og skemmtilegar myndir, sem Jóhannes hefur dregið upp með orðum einum. Ein er t. d. af því, er hann fekk köllun til starfsins meðal sjómanna. Og Jóhannes er fús til að bregða þeirri mynd í orð einu sinni enn: Á bak við klett — Já, ég skal segja þér frá, hvern- ig það byrjaði. Vinur minn, Alfred Pet- ersen frá Færeyjum, kemur hingað 1923. Bróðir hans hafði komið hingað nokkrum árum áður. Við kynntumst þannig, að við vorum þáðir á gangi í Aðalstræti. Plann stefndi að Herkastal- anum, en ég frá honum, — sem sagt hann í suður, en ég í norður, en um leið og við mætumst, verður okkur lit- ið hvorum á annars barm. Og við er- um báðir með KFUM-merki. Það varð til þess, að við heilsuðumst. Það urðu mín fyrstu kynni af færeyskum sjó- mönnum, því að á meðan skipið hans lá hérna vorum við mikið saman. Þannig stóð á hjá okkum báðum, að við lifðum í fyrstu gleði afturhvarfsins. Við fundum stundum þörf á að biðja saman. Einu sinni man ég, að við fór- um niður í fjöru vestur í bæ, þar á bak við klett, og báðum þar saman. Þessi maður hét Sigurður Petersen. Einu sinni fær ég svo bréf frá honum. Þar segir hann: „Bróðir minn, eldri en ég, hann er að fara til Danmerkur á Biblíuskóla og ætlar að verða predik- ari.“ Og það er þessi bróðir hans, Al- fred Petersen, sem kemur svo hingað 1923 með kveðju til mín. Þ. e. a.s. hann vissi ekki hvar hann átti að finna mig. en fer til síra Friðriks, og síra Friðrik kemur með hann upp í Acta. Það var prentsmiðja, sem við höfðum þá uppi í Grjótaþorpi, í Mjóstræti. Og hann vill finna mig. Hann segist vera með kveðju frá bróður sínum. Og það æxl- ast þannig til, að hann býr hjá mér. Og hann er kominn til að starfa fyi'ir færeyska sjómenn. Þá kynntist ég fyrst kristilegu sjómannastarfi. Og ég verð mjög snortinn af því. Ég er með hon- um í öllum mínum frístundum, ég er með honum, þegar hann fer um borð í skipin, þegar hann er að bjóða a samkomur, á öllum samkomum, sem hann hélt. Síðan fer hann heim og þarf að flýta sér. Hann þurfti að vera komirm heim fyrir miðjan maí, því það átti að vígja fyrsta sjómannaheimili f Færeyj' 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.