Kirkjuritið - 01.04.1976, Blaðsíða 31
°9 afmarki starfsvettvang sinn.Æs/cu-
íýðsfltr. þjóðkirkjunnar hefur afmarkað
starfssvið sitt á þennan hátt: „Starf
hans er þjónusta við barna- og ungl-
in9astarf safnaðanna. Það hefst, er
f°reldrar bera börn sín til skírnar og
Því lýkur, er skírnþeginn stendur í
sPorum foreldra sinna með sitt litla
barn við skírnarlaugina. Þetta starfs-
svið miðast ekki aðeins við líf skírn-
Þegans heldur og við líf fjölskyldu
þsns og heimilis." Ég tel eðlilegt, að
sofnuðir greini á sama eða svipaðan
hatt hlutverk sitt niður í einstök starfs-
svið; aðeins verður ekki of oft ítrekað,
ap heiidarhiutverk safnaðarins má ekki
tynast i afmörkuðum verkefnum.
Verður nú þrengdur þessi hringur,
sem hér hefur verið dreginn og aðeins
fjallaö um barna- og unglingastarf í
söfnuðum landsins. Ber þá að hafa í
hu9a, að inn í þá mynd eru teknar
fjölskyldur og heimili barnanna og
Unglinganna. Hér verða ekki teknir
fyÞr ákveðnir hópar, er hafa sérþarfir,
en aðeins bent á, að þeir eru einnig
lnnan þessarar myndar, þótt þeir geti
°9 verið innan annarra mynda eða
sfarfsþátta safnaðarins. Hér er átt við
°Pa, er eiga við áfengisvandamál,
sjúkleika, erfiða fjárhagsafkomu o. fl.
a® stríða. En þessi sér-svið sýna einn-
'9’ 3ð heildarhlutverk safnaðarins
verður stöðugt að hafa fyrir sjónum og
J^fnframt verður hver söfnuður að eiga
sér miðstöð — n. k. heila, sem sam-
rærnir starf hinna mörgu lima líkamans.
^vernig inna ísl. söfnuöir hlutverk
af hendi í æskulýðsstarfi?
Pví hefur ekki farið fram rannsókn,
fiestir geta samt sennilega verið
sammála um, að betur má, ef duga
skal. Af messuskýrslum presta og
könnun æskulýðsfélaganefndar á
æskulýðsstarfi safnaðanna má draga
þá ályktun, að barna- og unglingastarf
safnaðanna sé að verulegu leyti i
höndum prestanna einna. Mun sú nið-
urstaða vera samhljóða reynslu þeirra,
er til þekkja. Eða hvar eru æskulýðs-
fltr., æskulýðsnefndir og starfshópar
þeir innan safnaðanna, sem tekið hafa
að sér að inna þetta hlutverk af hendi?
Nú er það einnig Ijóst, að sums staðar
eru starfshópar, er vinna með presti
í barnastarfi, en þeir starfshópar eru
til orðnir íyrir orð prestsins og oftlega
aðeins tengdir honum persónulega
sem einstaklingi. Flytji prestur sig í
annað prestakall, týnist starfshópur
hans, og hafi prestur ekki getu til að
koma upp slíkum starfshópi, þá verður
hann ekki til. Presti er vissulega ætl-
að stórt hlutverk í söfnuðinum, en að
svo til allt safnaðarstarfið sé undir
honum einum og starfsgetu hans kom-
ið, er til of mikils ætlazt og raunar
verður þá tæpast sagt, að embætti
hans sé í söfnuðinum, eins og stað-
hæft var að vera bæri samkv. skilningi
vorum á söfnuðinum. Afleiðing þessa
einleiks prestsins er svo sá almenni
misskilningur, að kirkjan sé prestarnir.
Þeir eru gagnrýndir fyrir það, sem þeir
gera og það, sem þeir láta ógert.
Kirkjan nær ekki til fólksins, segja
menn, og þá er átt við prestana, að
þeir nái ekki til fólksins. Flestir þess-
ara gagnrýnenda hafa í frammi gagn-
rýni sína vegna þess að þeir vilja
meiri ítök kirkju og kristins dóms með-
al þjóðarinnar, en of sjaldan er spurt:
hvað hefi ég gert, hvað get ég gert?
29