Kirkjuritið - 01.04.1976, Blaðsíða 5
I GÁTTUM
Sundurleitt mun hefti þetta þykja að efni, en vart verður því
neitað með rökum, að efni þess sé nokkurs vert. Stefna Alkirkju-
ráðsins og afstaða þess til kristniboðs eru mjög til umræðu um
Qervalla kristnina. Stefna og straumar í amerísku kirkjulífi skipta
°ss íslendinga miklu máli, að nokkru vegna frænda vorra í
Þeirri álfu. Ritgerð dr. Einars Sigurbjörnssonar um kristni og
afleiðingar hennar er býsna mikið framlag til íslenskra guð-
íræðibókmennta. Og þannig mætti lengur telja.
^aunar hefði það verið verðugt, vegna hátíðahalda íslendinga
Vestra, að kristnilífi þeirra væru gerð fyllri skil í Kirkjuriti. Nokk-
Ur viðleitni hefur þó verið höfð í frammi, og er ekki öll nótt úti
enn. Hins vegar rnega þeir vita, að margur man til þeirra, og
bænir eru beðnar fyrir þeim á Fróni enn í dag.
Hefti þessu fylgir og eins konar kveðja til íslenzkra sjómanna.
'slendingar eru kallaðir sjómenn miklir. Verðugt væri því, að
sjómönnum væri meira sinnt af þjóðkirkjunni en hingað til
hefur verið. Þó er það hugbót, að fyrstu brautryðjendur kristi-
le9s starfs meðal sjómanna voru úr prestastétt þeir síra Oddur
Gíslason og síra Friðrik Friðriksson. Og hér í heftinu er nú
áafinn dálítill þáttur um þann mann, sem lengur og fremur hefur
unnið að kristinni boðun meðal sjómanna, en flestir aðrir ís-
,endingar.
Quð blessi sjómenn vora og leiði þá í sína höfn.
G. Ól. Ól.
3