Kirkjuritið - 01.04.1976, Blaðsíða 57
um né neyttu aflsmunar. Þó er enginn
efi á því, að þau notfærðu sér yfirleitt
fjárhagslegt vald sitt og yfirburði í
menntun til þess að ráða yfir hinni
andlegu og kirkjulegu þróun.
Þeldökkum þjóðum óx sjálfstraust á
árunum eftir síðari heimsstyrjöld. Og
Þetta sjálfstraust hefur eflzt til muna
fyrir starf samtaka eins og AK, Lút-
herska heimssambandsins (LWF) og
annarra. Kristniboðsfélögin urðu að
endurskoða starfshætti sína og af-
sföðu. Margt af þessu má þakka AK.
Gagnsemi AK
Margt mætti taka til, ef reynt yrði að
^sa að einhverju leyti, hvað vér höf-
urTi gott lært af AK og alkirkjuhreyf-
mgunni. i því sambandi læt ég mér
nægja að benda á tvennt.
Vér höfum lært í fyrsta lagi, að í
vissum skilningi er kirkjan hluti af
heiminum. Það er ekki fyrir það að
synja. Kirkjan er alls staðar fulltrúi
sfjórnmálalegs veruleika. Spyrjið bara
^erkamannaflokkinn og Hægrimenn.
^erum skynsamir og gerum oss grein
fyrir stöðu vorri sem kirkju í heiminum.
Þióðfélagslega séð er hún félags-
myndun, sem sækir beinagrind og fyr-
irrnynd úr þeim heimi, er vér lifum í.
f^essi er, séð frá einum sjónarhól,
rnerking orðanna: ,,í heiminum, en
af heiminum". Kirkjan verður, í
v'ssum skilningi, að verða hold í heim-
inum, verða eitt með heiminum, til
ness að geta gegnt hlutverki sínu í
neiminum.
^á hefur oss lærzt, að það eru
9rundvallandi mannréttindi að mega
sjálfur ráða yfir sér og sinu. Vér höf-
um enga heimild til að þvinga aðra til
að líta á málin eins og vér, á þeirri
forsendu, að þeir séu óþroskaðir and-
lega eða vanþróaðir. Ekki gerði post-
ulinn það einu sinni. Hann áminnti,
fræddi, hvatti, leiðbeindi og átaldi í
krafti andans og ekki með fjárhagsleg-
um þvingunum og stjórnarsamþykkt-
um.
Þetta eru jákvæðir hlutir, sem vér
höfum lært af nútimaguðfræði um
kristniboð, af AK, LWF og öðrum
heimssamtökum og af fulltrúum ungu
kirknanna sjálfra, sem urðu fyrir mikl-
um áhrifum frá þessum aðilum.
Slæm áhrif AK
Það er nauðsynlegt að nefna góðu
þættina, enda skortir ekki á þá lakari,
og venjulega eru það þeir, sem vér
horfum á.
VerkefniS, sem týndist
Hér skal drepið á nokkra þætti. Al-
kirkjuhreyfing nútímans hófst í Eden-
borg árið 1910. Einkunnarorðin voru:
„Öllum heiminum boðað fagnaðarer-
indið í þessari kynslóð“. Þetta takmark
er týnt og annað komið í staðinn. Það
er hið alvarlegasta, sem vér hljótum
að ákæra alkirkjuhreyfinguna fyrir.
Hvað sem öðru líður, er þetta höfuð-
verkefni kirkjunnar. Rétt er það, að
kristniboðarnir fluttu ekki aðeins fagn-
aðarerindið, heldur gerðu og margt
annað. En þeir boðuðu fagnaðarer-
indið, og það varðar mestu. Það
stoðar kirkjustofnanir lítið, þó að þær
leggi stund á margt annað, en sleppi
55