Kirkjuritið - 01.04.1976, Blaðsíða 22
þá glansmynd, sem húmanisminn
hafði dregið upp, og haldið fram í
kenningum sínum. Þeir höfðu samið
einskonar motto fyrir stefnu sína, sem
hljóðar svo: „Ekkert, sem er gott og
göfugt, er manninum ómögulegt."
Þessu vildu menn ekki lengur trúa, í
Ijósi reynslunnar, en töldu hitt nær
sanni: „Ekkert, sem er andstyggilegt,
óheiðarlegt eða mannspillandi, er
manninum ómögulegt." Menn spurðu
nú ekki aðeins: Hver er maðurinn?
heldur: Hvernig er maðurinn [ innsta
eðli sínu? Og menn svöruðu með ann-
arri spurningu: Eigum við að leita
svarsins í Buchenwald, Hiroshima,
eða í klúbbum betri borgara? Aftur
leituðu menn til Páls postula, og
spurðu hann um innræti mannsins, og
svarið er ekki fallegt: „Allir eru þeir
fallnir frá . . . Munnur þeirra er fullur
bölvunar og beiskju. Fljótir eru fætur
þeirra til að úthella blóði. Tortím-
ing og eymd er á vegum þeirra, og veg
friðarins þekkja þeir ekki.“ Róm. 3:12,
14—17.)
Talið er að aldamótaguðfræðin hafi
hlotið banasár við útkomu skýringa-
bréfs Karls Barth árið 1919, og eftir
það hafi áhrif hennar farið minnkandi
á meginlandi Evrópu. Allir guðfræði-
straumar færast frá austri til vesturs,
og eru oft mjög hægfara. Stefnan átti
því töluverðu fylgi að fagna vestan
hafs fram undir miðja öldina, en leið
þá undir lok ( sinni gömlu mynd. Ný
hugvísindi komu nú fram, og stefna,
sem var ný vestan hafs haslaði sér
völl á sviði guðfræðinnar. Gömlu
flokkarnir riðluðust. Vinstri armur ný-
guðfræðinganna samdi nú nýja stefnu-
skrá í þeirri von að geta samlagað
sig aldarandanum, og talað til samtíð-
arinnar. Nefndu þeir sig nú nýja liber-
alismann. (neo liberals). Eru mannfé-
lagsmál almennt, svo sem líknar- og
jafnaðarstefna í stjórnmálum aðal
uppistaðan í stefnu þeirra. Evangeliski
liberalisminn klofnaði einnig, sumir
snerust til vinstri með fyrri flokks-
bræðrum sínum, en allur fjöldi þeirra
gekk, ásamt stórum herskörum úr her-
búðum fundamentalista undir merki
hins nýja rétttrúnaðar, sem allt fram
að þessu virðist eiga mestu fylgi að
fagna í aðalkirkjudeildum mótmælenda
vestan hafs.
Nýi rétttrúnaðurinn er fremur óvið-
kunnanlegt nafn. i einni og sömu and-
ránni er gefið í skyn að um eitthvað
nýtt sé að ræða, um leið og hið gamla
hefðbundna. En þetta er þó að miklu
leyti réttnefni. Markmið stefnunnar er
einmitt það, að hverfa aftur til hins
sögulega rétttrúnaðar, þó með nokkr-
um breytingum. Stefnan er mótuð af
mönnum, sem áður höfðu verið ein-
dregnir fylgismenn frjálslyndu guð-
fræðinnar. Fremstur þeirra er talinn
ameríski guðfræðingurinn Reinold
Niebuhr, og svo þýzku guðfræðingarn-
ir Barth, Brunner, og Tillich. Þeir Barth
og Brunner voru taldir íhaldssamari en
hinir, Niebuhr og Tillich frjálslyndif.
Enginn þeirra var þó fastur flokksmað-
ur, og skoðanir þeirra víxlast á ýmsa
vegu. Þeir hafa ritað margar bækur til
að útskýra stefnur sínar, og ennþa
fleiri bækur hafa verið ritaðar af öðr-
um til að reyna að skilja, hvað Þe,r
eru að fara í guðfræði sinni. Það verð-
ur því ekki vaðið mjög djúpt í Þeirn
vötnum hér. i stuttu máli: Þeir trua
því, að Guð sé á himnum, en maðut'
20