Kirkjuritið - 01.04.1976, Blaðsíða 47
Rlkirkjuráiið
og ungu kirkjurnar
EFTIR JOHANNES BORGENVIK
Jóhannes Borgenvik, höfundur greinar þeirrar, er hér fylgir, er norskur prestur og
kristniboði. Fæddur er hann á Madagaskar árið 1925, og mun faðir hans hafa verið þar
kristniboði þá. Hann hefur numið guðfræði bæði í Noregi og Þýzkalandi. Prestsvígslu
'ók hann árið 1953, og gerðist siðan kristniboði á Madagaskar árið 1956. Þar var hann
m- a. kennari við biblíuskóla og prestaskóla á vegum Norska kristniboðsfélagsins.
Siðustu þrjú ár hefur hann verið kennari við kristniboðsskóla þess félags i Stafangri. —
Grein þessi birtist fyrst í tímaritinu Fast Grunn á s. I. ári, en þótt hún sé rituð fyrir
eorska lesendur má ætla, að margir lesendur Kirkjurits hafi áhuga á efni hennar, vegna
hins nána samstarfs Norðmanna og Islendinga við kristniboð.
^fni þetta er mjög víðtækt og erfitt
aS skveða, hve mikið skuli tekið með.
mræðurnar hér heima um Alkirkju-
ráÖið (AK) hafa að mestu leyti snúizt
guðfræði. Ekki verður komizt hjá
Pví að drepa á guðfræðileg sjónarmið,
®n ég mun sérstaklega fjalla um þátt
1 Því, er ungu kirkjurnar urðu sjálf-
stasðar. Er nauðsynlegt að ræða um
etta efni, bæði sögulega og með
lSsJón af samtíðinni, svo að vér átt-
oss sæmilega á þessum málum.
f ^u9takið „ungar kirkjur" var notað
^rst á annarri heimskristniboðsráð-
f efnunni í Jerúsalem árið 1928. Áður
°fðu verið notuð orð eins og „dóttur-
'rl<iUr „kirkjur innfæddra“ eða
^kr|stniboðskirkjur“. Þá þegar þóttu
0°nnum þessi orð vera ófullnægjandi
^9 draga menn í dilka. Menn hafa ekki
e dur verið ásáttir með orðalagið
„ungu kirkjurnar", en haldið þó við
það, meðan ekki bauðst annað betra.
Rissum nú lauslega mynd af sögu
AK. Samtökin eru fulltrúar alkirkju-
hreyfingarinnar, sem vér köllum svo
til aðgreiningar frá allianse-hreyfing-
unni, en um hana verður ekkert rætt í
þessari grein.
Alkirkjuhreyfingin hófst opinberlega
á fyrsta heimskristniboðsþinginu í
Edinborg árið 1910. Alþjóðlega kristni-
boðsráðið, IMC, var stofnað árið 1921.
Þingið í Bankok árið 1973 var áttunda
heimskristniboðsráðstefnan. Kristni-
boðs- og trúboðsdeild AK er framhald
þess starfs, sem IMC leysti áður af
hendi. Eftir þingið í Edinborg leið ekki
á löngu, þangað til einnig var haldið
heimsþing um trú og kirkjuskipan,
„Faith and Order“, og um kristindóm
í verki, „Life and Work“. Þessar tvær