Kirkjuritið - 01.04.1976, Blaðsíða 11
um. Það var í Þórshöfn. Og hann segir
við mig: ,,Nú ætla ég að biðja þig um
að taka að þér sjómennina okkar.“
Svo kemur að því, að það er sunnu-
dagur, og færeysk skip eru inni, —
daginn, sem vígja á sjómannaheimilið
' Þórshöfn. Og ég býð tii samkomu.
Við höfðum samkomurnar í kjallara-
salnum í KFUM. Alfred Petersen hafði
sllar sínar samkomur þar. Það komu
nnargir, og ég leitaðist við að tala og
bauð svo orðið frjálst, en sagði svo
siðast frá því, að verið væri að vígja
sjómannaheimili í Þórshöfn. Við send-
um síðan heillaskeyti frá samkomunni.
Þetta voru fyrstu afskipti mín af
kdstilegu sjómannastarfi.
Le9g á djúpið
' Um sumarið 1923 kemur svo hing-
til lands framkvæmdastjóri inn-
landa sjómannastarfsins í Danmörku,
^asch. Hann kemur því til leiðar, að
yaldir eru menn í stjórn íslenzkrar
sjómannastofu í Reykjavík. í henni
Voru dr. Jón Helgason, síra Bjarni
J°nsson, dómkirkjuprestur, síra Árni
Jónsson, kaupmaður, Sigurbjörn Þor-
kelsson, kaupmaður, Sigurbjörn Ást-
valdur Gíslason, cand. theol. og frú
Guðríður Þórðardóttir. Sigurbjörn Þor-
kelsson er nú einn á lífi af því fólki. —
^essi stjórn snýr sér til mín og biður
01'9 að veita sjómannastofunni for-
stöðu. Þrisvar sinnum báðu þeir mig,
en ég sagði alltaf nei, — ég hefði ekk-
ert í það starf.
En svo fór Drottinn að kalla.
ÉQ er staddur í Dómkirkjunni, og
það er síra Bjarni, sem messar og tal-
ar ut af fimmta kafla hjá Lúkasi: ,,Legg
á djúpið.“ Og hann talar aðeins til
mín. „Þú vilt ekki leggja út á djúp
starfsins.“ Um kvöldið var ég svo uppi
í KFUM, og síra Friðrik hefur sama
texta. Ekki var það betra fyrir mig.
Mér leið svo illa, að ég sagði við sjálf-
an mig: „Það er bezt, að þú farir í
sumarfrí út á land.“ Það var piltur
í prentsmiðjunni úr Dölunum, sem
hafði haft orð á því, hvort ég vildi
ekki koma og dveljast heima hjá hon-
um í sumarleyfinu. Mér þótti vænt um
það. Og svo fórum við.
Það komst strax að raun um, hvern-
ig ég var innrættur, fólkið á heimilinu.
Og svo segir það við mig á laugar-
deginum: „Heyrðu, þú vildir nú
kannski fara til kirkju á morgun?“ —
„Já, já, og helzt vildi ég hafa alla með
mér á bænum.“
Það er farið að fá hesta til kirkju-
ferðarinnar, því að af þeim var ekki
nóg til. Og við ríðum til kirkju.
Presturinn var síra Jón Guðnason
á Staðarhóli, síðar á Prestsbakka. Og
hefðum við ekki komið, hefði orðið
messufall. En þegar hann sér mig,
verður hann harla glaður og segi>"
„Það var gott þú komst. Við ætlum að
syngja hérna sálm, en við höfum ekk-
ert orgel, og forsöngvarinn er ekki
alveg öruggur um lagið.“ „Hvaða
sálmur er það?“ — „Legg þú á djúp-
ÍS.“ _ „Aaa!“ sagði ég. Þá var hann
þetta á eftir með guðspjallið.
Nú, við syngjum þennan sálm, en
hann setti okkur svo að segja út af,
forsöngvarinn. Við stönzuðum, en grip
um svo tóninn jafnsnemma aftur, op
héldum svo áfram söngnum, og það
gekk vel. En þetta fekk svo á prest-
inn, að hann fór skrýddur í stólinn.