Kirkjuritið - 01.04.1976, Blaðsíða 30
um einum hefur Guð gefið hæfileika
til að votta elsku Krists á einhvern
hátt. Líkaminn er margslunginn og
hver hluti hans hefur sínu hlutverki
að gegna. En allur veröur likaminn
aö vinna saman og markvisst. Þjálfun
íþróttamanns er samþjálfun líkamans
til meiri átaka og betri árangurs. Hver
söfnuður verður að eiga sér þjálfara
og höfuð, sem samhæfir kraftana. Þá
fyrst er einhvers verulegs árangurs að
vænta.
Þetta síðast sagða er vissulega
mannlega mælt. Vér vitum að það er
ekki allur sannleikurinn, því það er
einmitt fagnaðarboðskapurinn, að vér
megum trúa því og treysta, að Guð
snýr illu til góðs og gjörir veika við-
leitni vora styrka. En þessi vissa leys-
ir oss ekki undan ábyrgð. Þvert á
móti kallar hún til ábyrgðar á sama
hátt og orðin: „Barnið mitt, syndir
þínar eru þér fyrirgefnar," eru einnig
fyrirskipun um að fara af stað til að
vitna um þessa dásamlegu fyrirgefn-
ingu.
Hlutverk safnaðarins í
æskulýðsstarfi
Hlutverk safnaðarins í æskulýðsstarfi
kemur fram í kristniboðsskipuninni
eða innsetningarorðum heilagrar
skírnar: ,,Og Jesús kom til þeirra,
talaði við þá og sagði: Allt vald er mér
gefið á himni og jörðu. Farið því og
kristnið allar þjóðir, skírið þá til nafns
föðurins sonarins og hins heilaga anda
og kennið þeim að halda allt það, sem
ég hefi boðið yður.“ í ávarpi því, er
prestur fer með við skírn, segir svo:
„Góð systkin, þér eruð vottar þess, að
þetta barn er nú skírt til nafns föður-
ins, sonarins og hins heilaga anda.
Nú er þaö heilagt hlutverk yöar, heim-
ilis þess, guöfeögina og safnaöar aö
kenna þvi aö halda þaö, sem Drottinn
hefur boöiö. Styöjiö þaö með kærleika
og fyrirbænum til aö lifa i samfélagi
viö Krist... “ í rauninni lýkur þessu
hlutverki safnaöarins þá fyrst, er rek-
um er kastaö og hinn látni er faiinn
eilifri miskunn Guös. Því ber að vara
alvarlega við einangrun æskulýðs-
starfs safnaðarins og nauðsynlegt er,
að þetta heildarhlutverk sé stöðugt
haft í huga. Einkum ber að vara við
þeim misskilningi, að þessu hlutverki
safnaðarins Ijúki við fermingu. Kem ég
að því síðar. En til að eitthvert vit
verði í þessu kristna uppeldi er nauð-
synlegt, að unnin sé heildaruppeldis-
áætlun kirkjunnar. Á vegum mennta-
málanefndar hefur unnið nefnd, er
unnið hefur að námsskrá fyrir kristin-
fræðikennslu í grunnskóla. Þá hefur
einnig starfað nefnd, er hefur ferm-
ingu og fermingarundirbúning til end-
urskoðunar. Sérstakt skólaprestsem-
bætti er til, og á skrifstofu æskulýðs-
fulltrúa hefur verið komið upp góðu
efni fyrir barnastarf og efni fyrir ungl'
ingastarf er í fæðingu. En eins og s/a
má af þessari upptalningu er brýn
nauösyn, aö öllum þeim, er aö þess-
um málum vinna, sé Ijós heildarmynd-
in og endarnir komi allir saman á einn
staö. Er uppeldisáætlun kirkjunnat
liggur fyrir, þá fyrst er unnt aö skipu'
leggja, hvernig aö framkvæmd áaetl-
unarinnar skuli staöiö i heild sinn'-
Mun þá koma í Ijós, að starfssvið
safnaðarins er fjölþætt, eins og áður
segir. Því er eðlilegt, að ákveðnar
greinar vínviðarins fari með viss mál
28