Kirkjuritið - 01.04.1976, Blaðsíða 51
Áhugi Edinborgarmanna snerist því
um. hvernig kristniboðsstarfið yrði
skipulagt sem bezt, svo að heimurinn
yrði unninn Guði.
^ér tökum nú undir oss stórt stökk
°9 lendum á þinginu í Bankok árið
1973. Þar hljómaði allt annar tónn. Það
Var eins og að koma í annan heim.
1 fyrsta lagi voru það kristniþoðsfélög
°9 kristniboðssamtök, sem sendu full-
trua sína til Edinborgar. i Bankok hitt-
Ust þátttakendur, sem höfðu verið
sendir af þeirri kirkjudeild, er þeir til-
^yrðu. í annan stað snerist hugur
manna í Bankok sannarlega ekki um
a3 vinna heiminn á vald Guðs. Nú ætla
mar9ir nútímamenn, að þetta sé liðin
tírS
enda sé heimurinn heimur Guðs.
alið er, að enn séu tveir milljarðar
manna, sem hafa ekki heyrt fagnaðar-
erindið. Þingið í Bankok fjallaði alls
ekki um það fólk. Kristniboðsglóðin
Edinborg 1910 var alveg kulnuð.
u rikir sá tími, er menn kjósa að
9líma við vandamál. Allt skal gert að
Vandamálum. Það var sjálft hjálpræð-
’ sem var gert að vandamáli í
®n^°k- Efnið var: „Hjálpræði á vorri
.' °9 markmiðið að komast til botns
hVao þetta fól í sér. Mörgum kristn-
m mönnum finnst sem kirkjan hafi
Qjaldþroti sínu, þegar hún sendir
u ltrúa úr öllum heiminum, eftir tvö
^Usund ára starf, til þess að átta sig á,
^Vað sé fólgiS í hjálpræðinu, þessu,
g rT1.er sJálf meginundirstaða kirkjunn-
r’ tilveru hennar og starfs í heiminum.
að er því eðlilegt, að vér spyrjum
1 g'r ^etta: Hvað hafði gerzt á árunum
elrj° •'l 1973? Hvernig gat kristniboðs-
fa rnó®Urinn i.Öllum heiminum boðað
naðarerindið í þessari kynslóð“,
breytzt í efaspurninguna: „Hjálpræði
á vorri tíð?“
Ljóst er, að svarið hlýtur að vera, að
hér hafi þróunin í guðfræðinni sagt til
sín. Með guðfræði sinni hefur kirkjan
vakið spurningar um tilveru sína og
dregið úr gildi tilveru sinnar. Svo
langt er guðfræðin komin frá grund-
velli sínum í Biblíunni, að menn geta
ekki lengur tekið fyrirmælin um kristni-
boðið alvarlega.
Hér skal bent á nokkra drætti í
þessari þróun. Þingið í Edinborg sner-
ist um samstarf í verki, eins og fyrr er
að vikið. Menn forðuðust vísvitandi
guðfræðiatriði og kenningar, sem ekki
ríkti einhugur um. Þetta átti eftir að
breytast fyrr en varði. Á öðru heims-
þinginu um kristniboð í Jerúsalem árið
1928 urðu miklar guðfræðilegar um-
ræður og snerust einkum um ný við-
horf varðandi heimshyggjuna og af-
stöðuna til trúarbragða, sem ekki væru
kristin. Þarna kvað mjög að frjáls-
lyndum guðfræðingum, og kom það
einkum fram í jákvæðu mati þeirra á
trúarbrögðum utan kristninnar. Guð-
fræðingar, sem voru fulltrúar „þjóð-
félagslegs fagnaðarerindis", brýndu
raust sína, og kenndi þarna margra
grasa, sem minna á hina veraldlegu
guðfræði, er blómgaðist nokkrum ára-
tugum síðar. Þessar umræður urðu
enn meira áberandi á heimsþinginu
um kristindóm í verki í Stokkhólmi
árið 1925.
Á fjórða áratugnum grúfðu hættu-
ský heimsstyrjaldarinnar yfir mann-
fólkinu. Þá leiddi „Kirchliche Theo-
logie“ Karls Barths til þess, að nýir
vindar tóku að blása í guðfræðinni.
Afturkippurinn í átt til fastheldni kom
49