Kirkjuritið - 01.04.1976, Blaðsíða 50

Kirkjuritið - 01.04.1976, Blaðsíða 50
vissulega brýn viðfangsefni, löngu áð- ur en alkirkjuhreyfing vorra tíma hófst með þinginu í Edinborg árið 1910. II. Alkirkjuhreyfingin á tímabilinu fyrir síðari heimsstyrjöld Lítum nú á nokkra þætti í þróun al- kirkjuhreyfingarinnar á árunum fyrir heimsstyrjöldina síðari. Það er eðlilegt að byrja á heims- kristniboðsfélaginu í Edinborg árið 1910. Margar alþjóðaráðstefnur höfðu þegar verið haldnar um málefni kristni- boðsins, en engin þeirra hafði getað talizt alkirkjuleg með fulltrúum úr víðri veröld. Þingið í Edinborg var hið fyrsta þing kristinna manna úr öllum heiminum frá því á dögum alkirkjulegu þinganna í fornöld. Edinborgarþingið var ávöxtur hinnar miklu vakningar, sem varð meðal stúd- enta í lok síðustu aldar og byrjun þeirrar, sem nú er að líða. Þúsundir ungra karla og kvenna höfðu gerzt kristniboðar og farið til yztu endi- marka jarðar. Þarna ríkti alveg ó- venjuleg hrifning og bjartsýni um verkefni kristniboðsins. Einkunnarorð- in voru: „Öllum heiminum boðað fagnaðarerindið í þessari kynslóð.“ Mönnum lá á hjarta að vinna heiminn Guði til handa. Verkefnið lá Ijóst fyrir. Starfsviljinn stæltur. Þingið var hagrænt samstarfsþing. Menn ræddu um, hvernig hægast væri að leysa kristniboðið af hendi. Þingið markaði djúp spor varðandi skipulagn- ingu kristniboðsins. Því er oft haldið fram, að alkirkju- stefna vorra tíma hafi átt upptök sín á kristniboðsakrinum. Á Vesturlöndum voru kirkjurnar orðnar grónar og fast- reirðar stofnanir vegna aldagamallar sérstöðu þeirra. Menn höfðu vanizt ástandinu, eins og það var, og því sambúðarformi sem kirkjurnar höfðu tileinkað sér í rás tímanna. Auðvitað var einnig þarna mikið rætt um sundr- ung kirkjunnar og þörfina á því, að menn sameinuðust að nýju. Það var þó á kristniboðsakrinum, sem þessi mál urðu brýn til úrlausnar. Þar hittust kristniboðar og fulltrúar gjörólíkra kirkna og játninga. Deilur risu, og erfiðleikar urðu í samstarfi- Það þótti eðlilegt, að sundrung Vest- urlanda flyttist þannig út á kristniboðs- akurinn, en sú skoðun hafði komið fram í lögum Lúndúnatrúboðsfélags- ins, London Missionary Society (LMS), þegar árið 1796. Nú skyldi reynt frarn- vegis að forðast klofning, og því átti ekki að senda öldungakirkjustefnu, stefnu óháðra, biskupakirkjustefnu eða neitt annað form kirkjulegrar skipunar eða stjórnar, heldur fela það þeim, sem Guð kallaði til samfélags við son sinn, að velja þá stjórnarháttu, sem þeir teldu gagnlegasta samkvæmt orði Guðs. LMS var alkirkjufélag frá upP' hafi og varð til þess að ryðja alkirkju- hugmyndum braut á kristniboðsakrin- um. Hitt er annað mál, að þegar tím- ar liðu, tileinkaði það sér játningar kongregasjónalista. I Edinborg var tekin stefna í þessu máli, sem varð víða ofan á, sem sag* sú hugmynd, að kristniboðsökrum skyldi skipt á milli kirknanna og viður kenndur yrði sameiginlegur réttur kristinna manna til kvöldmáltíðarinnar- Hér var eingöngu um að ræða sam þykktir mótmælenda. 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.