Kirkjuritið - 01.04.1976, Blaðsíða 48
síðastnefndu greinar alkirkjuhreyfing-
arinnar runnu saman árið 1948 og
^tofnuðu Alkirkjuráðið, og hélt það að-
alfund sinn sama ár í Amsterdam. AK
hélt aðalfund í Nýju-Dehli árið 1961.
Þá var IMC einnig sameinað samtök-
unum.
í upphafi voru þessar þrjár alkirkju-
hreyfingar allar sjálfstæðar og höfðu
hver um sig sett sér skýra stefnu í
starfi. En þegar fram liðu stundir,
sameinuðust þær í AK, og bar hvort
tveggja til, að sameiningarstefna í
kirkjumálum var mjög ríkjandi innan
allra greinanna þriggja, enda voru
leiðtogarnir hinir sömu, og loks kom
til skoðun sú á kirkjunni, sem ruddi
sér verulega til rúms á fjórða áratugn-
um íyrir heimsstyrjöldina síðari.
Þessi ritgerð fjallar um Alkirkjuráð-
ið og ungu kirkjurnar. Ungu kirkjurn-
ar eiga sér eldri sögu en AK. Því skal
nú vikið að tilteknum atriðum í hinu
sögulega baksviði ungu kirknanna, áð-
ur en alkirkjuhreyfingunni óx fiskur um
hrygg.
I. Sögulegt baksvið
„Ungar kirkjur" hafa verið við lýði
allt frá því er nútímakristniboð hófst,
þó að alkirkjuhreyfingin hafi byrjað
að nota hugtakið.
Hugmyndin um ,,plantatio ecclesia“
(gróðursetning kirkjunnar) er gömul
og kom fram í lögum flestra félaga og
samtaka, sem höfðu kristniboð á
stefnuskrá sinni. Ziegenbalg fór
kristniboði til Suður-lndlands árið
1706 á vegum Halle-kristniboðsins
danska. Jafnvel honum var Ijóst, að
markmið kristniboðsins var að stofna
söfnuði, sem yrðu síðar sjálfstæðar
kirkjur. Eins var háttað um Zinzendorf,
stofnanda Bræðrasafnaðarins.
Sú hugmynd að grundvalla sjálf-
stæðar kirkjur á kristniboðsakrinum
var því til frá upphafi, en langur tími
leið, áður en hún varð að veruleika.
Um miðja síðustu öld tóku menn
fyrir alvöru að fjalla um þetta atriði,
er þeir ræddu um guðfræði og starfs-
skipulag kristniboðsins. Líklega hafa
skoðanir Henry Venns vegið þyngst á
metunum. Hann stjórnaði stærsta
brezka kristinboðsfélaginu, Church
Missionary Society, Kirkjutrúboðs-
félaginu. Venn leit svo á, að kristniboð-
ið ætti að keppa að því marki, að kirkj-
urnar stæðu á eigin fótum fjárhags-
lega, stjórnuðu sér sjálfar og önnuðust
sjálfar útbreiðslu fagnaðarerindisins
(,,self-support,“ ,,self-government“ og
,,self-extension“ eða „self-propagat-
ion“). Og þetta átti að gerast í þessari
röð. Fyrst skyldi kirkjan efld fjárhags-
lega, svo að hún sæi um sig sjálf- Þa
fyrst, er því marki væri náð, ætti hún
að fá fulla sjálfsstjórn. Þá yrði hún
einnig fær um að útbreiða sig sjálf, Þ-
e. halda áfram að breiða út fagnaðar-
erindið. Kristniboðið yrði óþarft. Tak'
mark kristniboðsins væri „evþanasi
kristniboðsins. Þegar þessu marki vseri
náð, mætti snúa sér að öðrum ökrum.
„the regions beyond“.
Svo fór, að þessar skoðanir urðu
að mestu ráðandi í kristniboði vorra
tíma.
En öðrum hugmyndum var líka hald-
ið á loft. í því sambandi má nefna
Rufus Anderson eða Roland Allen. Þeir
töldu að vinna bæri að því eftir msetti.
46