Kirkjuritið - 01.04.1976, Blaðsíða 38

Kirkjuritið - 01.04.1976, Blaðsíða 38
deilanleg staðfesting á því sem við báðir erum á einu máli um, sem sé því að við lítum tilveruna og lifum hana með talsvert ólíkum hætti. Séra Heim- ir stingur upp á að þetta kunni að stafa af því að ég sé einfæddur en hann tvífæddur. Þetta kann vel að vera rétt. Samkvæmt því ætti ég að vera í félagsskap með Spinoza og Schleier- macher og liggur við að ég fari hjá mér í svo hágöfugu kompaníi. En burt- séð frá öllum skóladæmum er ég hræddur um að svona einföld flokkun manngerða þyki ekki nema meðalgóð vísindi nú á tímum. Grun hef ég einn- ig um að ,,einfæddir“ menn hafi ann- að slagið slæðst inn í hinn mikla skara kristinna manna frá upphafi til þessa dags og ekki alltaf komið þar fram til óþurftar. En óþarfi er að fjölyrða um slíkan barnaskap. II. Ekki falla séra Heimi allskostar í geð ummæli Pauls van Buren um hinn margumtalaða nútímamann tilveru- spekinnar. Hann meira að segja spyr i forundran: ,,Á hvaða öld lifir maður, sem ekki þykist kannast við „þennan svokallaða nútímamann" tilveruspek- innar? Hversu glöggur er slíkur mað- ur á andlegar hræringar samtíðar sinnar?“ Af glöggskyggni minni fara fáar sögur svo hvað mig snertir er skeyti þetta eflaust vel við hæfi. Ekki er hins- vegar víst að allir yrðu jafnsammála um van Buren hvað þetta snertir. Hing- að til hafa ýmsir fundið sitthvað at- hyglisvert í skrifum hans. Ég held annars að það væri tilvalið að við séra Heimir sættumst á uppástungu sem Austin nokkur Farrer kom með einu sinni að nútímamaðurinn sem Heid- egger talaði um væri svona um það bil einn af hverjum fimm þúsundum. Það kynni að vera nálægt lagi og hefði þá hvorugur okkar séra Heimis með öllu á röngu að standa. Séra Heimir skákar mér með Steini Steinarr, Pár Lagerquist og Ingmar Bergmann. Því skákbragði er mér ekki auðvelt að svara. Lítill er ég bók- menntafræðingur og þó enn minni þekking mín á sviði kvikmynda. É9 efa það ekki að þessir ágætu menn hafi allir reynt að túlka samtíð sína á þann hátt sem þeir sáu hana. É9 skil samt ekki fyllilega hvers vegna list þessara manna hefur aldrei orðið meiri almenningseign en hún var oQ er fyrst þeir túlkuðu samtíð sína svona vel. Skildu þeir samtíðina e. t. v. bet- ur en samtíðin sjálf? Og hvernig stend- ur á því að ýmsir ágætir listamenn aðrir á sama tíma hafa túlkað samtíð sína á talsvert annan veg? Það kann að vera misskilningur hjá mér að nýjar stefnur í bókmenntum og listum hafi rutt sér til rúms á seinni árum. Grun hef ég samt um að svo sé. Steinn Steinarr hafði tvímælalaust talsverð áhrif á ýmsa á sinni tíð, jafnvel menntaskólanema norður á AkureyP- Hið besta og sannasta í list hans mun sannarlega lifa og á það skilið. Þat með er ekki sagt að mat hans á sam- tíðinni hafi verið óumdeilanlegt. In9' mar Bergmann er einn af stóru spa' mönnunum í kvikmyndalist þessarat aldar. Viðhorf hans og túlkun haf® þó alltaf verið umdeild. Sjálfum finnSl 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.