Kirkjuritið - 01.04.1976, Blaðsíða 44
menna menningu samfélagsins vita
betur hvernig fagnaðarerindið kemst
til skila en háskólasérfræðingar sem
lítil tengsl hafa við kristnilíf safnað-
anna.
Það má vel vera að ýmislegt í hinu
gamla orðasafni trúarinnar hafi misst
merkingu sína á okkar tímum. Úr
þessu ætlaði Tillich og fleiri að bæta
með því að innleiða ný orð og hugtök
yfir þann veruleika sem býr að baki
trúarhugmyndanna. En hér varð ekki
erindi sem erfiði. Þrátt fyrir allt er orð-
ið Guð eðlilegra og tamara hugsun
nútímafólks en ,,tilverugrundvöllur“
svo dæmi sé tekið. Ég efast ekki um
einlægni Tillichs og góðan vilja og
eflaust var hann og er oft misskilinn.
En þó að Tillich tali stuna'um um Guð
eins og hann væri persóna á hann það
líka til að útvatna svo guðshugmynd-
ina, gera guðshugtakið svo óljóst að í
þeirri þoku er nánast engar áttir að
finna. Það er því ekki með öllu að
ástæðulausu að hann hefur stundum
verið sakaður bæði um algyðistrú og
guðleysi. Venjulegt safnaðarfólk virð-
ist ekki kunna að meta svona hjálp
sem er verri en engin. Prestaskóla-
kennari einn í Ameríku sagði frá því
að þegar hann hefði verið búinn að
flytja röð fyrirlestra um Tillich og guð-
fræði hans hefðu nemendurnir verið
búnir að fá slíkt ofnæmi fyrir orðinu
,,tilverugrundvöllur“ að þeir þoldu
varla að heyra það nefnt. Það hefur
líka sýnt sig að það er ekki alltaf ýkja
löng bæjarleið frá tilveruguðfræði yf-
ir í guðleysi. Einn af lærisveinum
Bultmanns benti m. a. á þá hættu.
Tilveruguðfræðin á það sameiginlegt
með nýrétttrúnaðinum að vera svart-
sýn á eðli og ástand mannsins. Tillich
leggur t. d. áherslu á að maðurinn
hljóti alltaf að vera algjör þiggjandi og
geti ekki haft neitt frumkvæði um sína
eigin lækningu eða sáluhjálp. Þetta
atriði kemur einnig skýrt fram hjá séra
Heimi er hann segir í skrifum sínum að
trúin sé Guös verk og hans eins. ,,Guð
getur valið mig, ekki ég hann.“ Þrátt
fyrir þetta hvetur Tillich manninn til
að „meðtaka það að vera meðtekinn.“
Og séra Heimir skorar á einstaklinginn
að velja, velja strax, koma nú, nota
tækifærið. En hvernig í ósköpunum
getur maðurinn sýnt slíka röggsemi af
sér ef hann heíur enga getu til frum-
kvæðis, ef Guð getur valið hann en
hann alls ekki valið Guð? Hér spyr sá
sem ekki veit.
Frjálslyndu guðfræðingarnir voru
stundum barnalega bjartsýnir á mann-
inn og getu hans. En er ekki þegar allt
kemur til alls álíka óraunsætt að halda
því fram að maðurinn sé einhver vilja-
laus og getulaus drusla og krefjast
þess síðan að þessi vesalingur eigi
að axla þá ábyrgð að velja? Fólk með
„common sense“ verður ekki dolfallið
af hrifningu yfir svona fílósóferingu-
Tilveruguðfræðingar hafa oft verið
ásakaðir um að mála með sterkum
litum, nota stór orð, krassandi lík'
ingar. Slíkt orðasvall er réttlætt með
því að ekkert minna en „shock treat-
ment“ dugi til að hrista menn upp ur
sofandi hálfkristni og sljóleika venju-
bundinnar hugsunar. Sem gamaH
sveitamaður veit ég að hrossabrestir
geta verið þarfaþing undir vissum
kringumstæðum. En jafnvel hrossa-
brestum er hægt að venjast svo að
hætt sé að taka þá alvarlega, einkum