Kirkjuritið - 01.04.1976, Blaðsíða 8
Og Jóhannes hlær við gesti sínum,
ennþá alls ólíkur manni á níræðisaldri.
Um starfsafmæli getur hann og trútt
talað. Hann vinnur ennþá fullan starfs-
dag í Leiftri.
Hvert ertu að fara, Óli?
— Hvenær kynntistu síra Friðriki
fyrst?
— Já, það er það, anzar Jóhannes
og gerir stuttan stanz. — Ég var blaða-
drengur, var að bera út Fjallkonuna
1902, um vorið. Ég var uppi á Túngötu
og var svona að krafsa ofan af þessu,
— segir hann, og strýkur sér um eyrað
—, þvf að það var sólbrennt. Þá
kemur maður til mín, sem ég ekki
þekkti. Hann var dökkur á brún og
brá. Hann segir: „Heyrðu vinur, þú
mátt ekki rífa ofan af þessu, þá grær
það aldrei.“ Og hann sagði ýmislegt
við mig, kvaddi mig og tók ofan. Ég
horfði á eftir honum undrandi, vissi
ekkert, hvaða maður þetta var og er
helzt að láta mér detta í hug, að þetta
sé maðurinn, sem kallaður er Friðrik
barnavinur.
Um haustið er piltur á sama reki og
ég, kannski heldur eldri, að fara á
fund á sunnudegi. „Hvert ertu að fara,
Óli?“ segi ég. — Við áttum báðir
heima á Bakkastígnum. — „Ég er að
fara á fund í KFUM.“ — „Má ég koma
með?“ — „Ja, — ætli það ekki,“ segir
hann. Svo förum við þangað niður eftir,
og biðstofurnar voru alveg troðfullar
af drengjum. Allt í einu er hringt bjöllu.
Þá streyma allir inn í sal stóran, og
hann fyllist. Og þegar ég kem inn í sal-
inn, þá er þessi maður þar, Friðrik
6
Jóhannes Sigurðsson.
barnavinur, m. ö. o. Friðrik Friðriks-
son.
Svo byrjar nú fundurinn. Og það
var sungið. Ég man eftir, að sungið var
„Sjáið merkið, Kristur kemur,“ — með
svo miklum krafti, að það hljómar enn-
þá í eyrum mér eins og sælasta músík,
sem ég hef heyrt. Síðan bað síra Frið-
rik bæn, og þá kemur annað undarlegt
fyrir mig. Allir drengirnir hneigja höf-
uð. Svo talar hann, en ég man ekkert
af því. En ég var ákveðinn í því, að
ég vildi gerast félagi þarna. Hann hafði
pilt, sem hét Pétur Gunnarsson, sem
aðstoðarmann. Ég stundi þessu þá upP
einhvers staðar, að mig langaði að
gerast félagi, og síra Friðrik segit-
„Heyrðu, farðu til hans Péturs þarna,
og láttu hann skrifa þig á gestalist-