Kirkjuritið - 01.04.1976, Blaðsíða 8

Kirkjuritið - 01.04.1976, Blaðsíða 8
Og Jóhannes hlær við gesti sínum, ennþá alls ólíkur manni á níræðisaldri. Um starfsafmæli getur hann og trútt talað. Hann vinnur ennþá fullan starfs- dag í Leiftri. Hvert ertu að fara, Óli? — Hvenær kynntistu síra Friðriki fyrst? — Já, það er það, anzar Jóhannes og gerir stuttan stanz. — Ég var blaða- drengur, var að bera út Fjallkonuna 1902, um vorið. Ég var uppi á Túngötu og var svona að krafsa ofan af þessu, — segir hann, og strýkur sér um eyrað —, þvf að það var sólbrennt. Þá kemur maður til mín, sem ég ekki þekkti. Hann var dökkur á brún og brá. Hann segir: „Heyrðu vinur, þú mátt ekki rífa ofan af þessu, þá grær það aldrei.“ Og hann sagði ýmislegt við mig, kvaddi mig og tók ofan. Ég horfði á eftir honum undrandi, vissi ekkert, hvaða maður þetta var og er helzt að láta mér detta í hug, að þetta sé maðurinn, sem kallaður er Friðrik barnavinur. Um haustið er piltur á sama reki og ég, kannski heldur eldri, að fara á fund á sunnudegi. „Hvert ertu að fara, Óli?“ segi ég. — Við áttum báðir heima á Bakkastígnum. — „Ég er að fara á fund í KFUM.“ — „Má ég koma með?“ — „Ja, — ætli það ekki,“ segir hann. Svo förum við þangað niður eftir, og biðstofurnar voru alveg troðfullar af drengjum. Allt í einu er hringt bjöllu. Þá streyma allir inn í sal stóran, og hann fyllist. Og þegar ég kem inn í sal- inn, þá er þessi maður þar, Friðrik 6 Jóhannes Sigurðsson. barnavinur, m. ö. o. Friðrik Friðriks- son. Svo byrjar nú fundurinn. Og það var sungið. Ég man eftir, að sungið var „Sjáið merkið, Kristur kemur,“ — með svo miklum krafti, að það hljómar enn- þá í eyrum mér eins og sælasta músík, sem ég hef heyrt. Síðan bað síra Frið- rik bæn, og þá kemur annað undarlegt fyrir mig. Allir drengirnir hneigja höf- uð. Svo talar hann, en ég man ekkert af því. En ég var ákveðinn í því, að ég vildi gerast félagi þarna. Hann hafði pilt, sem hét Pétur Gunnarsson, sem aðstoðarmann. Ég stundi þessu þá upP einhvers staðar, að mig langaði að gerast félagi, og síra Friðrik segit- „Heyrðu, farðu til hans Péturs þarna, og láttu hann skrifa þig á gestalist-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.