Kirkjuritið - 01.04.1976, Blaðsíða 66
kirknanna, en sameinaðir stóðu þeir
á grundvelli hughyggju gegn kröfu efn-
ishyggjunnar. Auk hughyggjunnar má
og nefna einstaklingshyggjuna sem
sameiginlegan grundvöll beggja skóla
19. aldar guðfræði, sömuleiðis menn-
ingarlega íhaldssemi gagnvart verð-
mætum, sem skynsemishyggja og síð-
an efnishyggjan afskrifuðu. Þessi
íhaldssemi varð síðan samfara ákaf-
lega rótgróinni íhaldssemi í stjórnmál-
um sérstaklega eftir tilkomu róttækra
stjórnmálahreyfinga á borð við sósíal-
ismann.
Fyrri heimsstyrjöldin í Evrópu varð
hinn fullkomni ósigur hinnar menning-
arlegu bjartsýni skynsemishyggju 18.
og 19. aldar í öllum myndum hennar.
Afleiðingar þess ósigurs hafa verið
stórkostlegar í stjórnmálalegum og
menningarlegum tilvikum síðan. Þó að
á yfirborðinu hafi verið reynt að halda
áfram á sama vegi og markaður var
fyrir þann tíma, er fyrri heimsstyrjöldin
brauzt út, þá hefur soðið undir yfirborð-
inu markviss tómhyggja (nihilismi), er
oft á tíðum hefur skotið upp á yfir-
borðið.
Fyrir kristna guðfræði á meginlandi
Evrópu varð fyrri heimsstyrjöldin og
árin eftir hana tímabil nýhugsunar og
íhugunar. Menn uppgötvuðu það, að
báðir hinir ríkjandi skólar í guðfræði
19. aldar höfðu farið villur vegar með
því að hafa rökstutt trúna á sömu for-
sendum og ráðandi menningarvitund
gerði. Báðir flokkanir höfðu í raun
horft með öfund til fortíðarinnar og
með kvíða til framtíðarinnar. Báðir
stóðu flokkarnir á grunni einstaklings-
hyggju, báðir höfðu reynt að sætta
trúna og tiltekna þætti ráðandi hugsun-
64
ar. Menn sáu þá, að árásir vísinda-
legrar efnishyggju höfðu ekki verið ár-
ásir á kristna trú, heldur fyrst og
fremst á þau klæði, sem samfélagið
hafði klætt hana í. Kristin trú og trúar-
hugsun, sögðu menn, yrðu nú að losna
úr böndum hughyggju og einstaklings-
hyggju og setja mál sitt fram á eigin
grundvelli, samkvæmt eigin, innri rök-
um.
Innan þessarar nýju stefnu í guð-
fræði ber hæst nafn Karls Barths. Þau
sjónarmið, sem hann og samstarfs-
menn hans lögðu, hafa verið ríkjandi i
evrópskri guðfræði síðan upp úr 1920,
enda þótt fjöldi skóla hafi komið upP
innan guðfræðinnar, sem enn sem fyrr
deila um viðbrögð gagnvart þeim
klofningi, sem orðinn er milli menn-
ingar- og trúarvitundar. Og á það skal
bent, að þetta nýja guðfræðilega afi’
var sú trúarlega hreyfing, sem ein-
dregnast stóð gegn nazismanum 1
Þýzkalandi. (Nicholls (1969) s. 109-"
114).
Um þróunina í guðfræði 20. aldar vísast tj'
Nicholls (1969); Rersson (1971); Zahrnt (1970).
Thielicke I. Sjá og Macquarrie (1971), þar seh1
sjóndeildarhringurinn er víðari en i á. n. rit
um og áherzlan meiri á hin heimspekile9u
vandamál.
1.2.4. Einangrun íslands
Fyrir oss íslendinga varð fyrri heims-
styrjöldin ekki það tímabil endurskoð'
unar, sem hún varð í öðrum löndum
Evrópu. Hún fór framhjá oss að mik|u
leyti, og lyktaði með því, að stórum
áfanga í sögu vorri varð náð, fullvel
á lokaári styrjaldarinnar. Hér á lan
hefur því ekki kulnað í glæðum ^a
mótabjartsýninnar á neinn hátt.
Það er vissulega jákvætt út af fy
J