Kirkjuritið - 01.04.1976, Blaðsíða 68
sjálfan sig hverjum þeim, sem leitar,
biður og knýr á.
En upphafsgrein ályktunarinnar er
viðvörun gegn dultrúarfyrirbærum. Sú
viðvörun olli raunar mestu fjaðrafoki,
því að margir eru þeir, sem vilja geta
samræmt mynd sína af átrúnaði Jesú
Kristi sem n. k. hugsjón án þess að
taka tillit til forsenda og afleiðinga.
Dultrú í ályktun prestastefnunnar er
þýðing á erlenda orðinu okkultismi.
Lýsingarorðið okkult merkir hulinn,
dulinn. Okkultismi merkir þá hyggju
hins hulda eða dulda, og er trúar-
bragðafræðileg skýrgreining hyggjunn-
ar á þessa leið:
Okkultismi er sú hyggja eða trú, sem
álítur, að hægt sé að hafa samband
við eða ná valdi yfir dularfullum eða
yfirnátturlegum verum eða kröftum.
Sömuleiðis tekur orðið til iðkana,
sem tengdar eru þess háttar trú
(ELC III. s. 1790)
Nýyrði eru ætíð erfið og um nýyrðið
dultrú = okkultismi má segja, að óvíst
er, hvort það nær merkingu hins er-
lenda orðs. En auk þess rýrir það þýð-
inguna notagildi, hve stofninn dul á
íslenzku hefur fengið ónákvæma merk-
ingu m. a. fyrir notkun spiritista á hon-
um. Orð með stofninum dul (dulrænn,
dulspeki, dulhyggja o. s. frv.) eru not-
uð svo ónákvæmlega, að engan veginn
er Ijóst, hvaða alþjóðleg hugtök liggja
að baki og ókleift er að greina mismun
þann, er enskumælandi þjóðir gera á
orðunum mystic, psychic, occult, svo
að dæmi séu nefnd.
i fullri meðvitund um það, að orðið
er stirt og jafnvel tvírætt er hér lagt til
orðið hulduhyggja sem þýðing orðsins
okkultismi. Er það orð notað hér fram-
66
vegis og fyrri hluti orðsins, huldu-, not-
aður til þýðingar á lýsingarorðinu oc-
cult (hulduiðkanir = occult practices).
Ef vér lítum á ofangreinda skýrgrein-
ingu hulduhyggju, má segja, að hún sé
ekki annað en formleg viðurkenning á
því, að veruleikinn sé meiri en hann er
séður. Formlega virðist hulduhyggja
ekki ganga út frá öðru en að við hlið
hins náttúrlega eða raunverulega sé
um að ræða yfirnáttúrlegan eða dular-
fullan raunveruleik. Samkvæmt því ætti
eining að ríkja milli áhangenda trúar-
bragða og fylgismanna hulduhyggju’
þar eð trúarbrögð ganga út frá sömu
forsendu.
En hér verður form ekki greint fra
innihaldi, fremur en á öðrum sviðum-
Hulduhyggjan er ekki formleg viður-
kenning, heldur stefna, er álítur hið
yfirnáttúrlega vera hlutlaust svæði-
Hvetur hún menn til iðkana, er eigi
hjálpa þeim til að komast í samband
við hinn hulda, ósýnilega raunveruleik
eða ná valdi yfir honum. Trúarbrögð
hins vegar skýrgreina hinn sýnileg3
raunveruleik í Ijósi opinberunar um
það, er nútímamenn nefna hulið eða
dularfullt. Við bætist, að trúarbrögð
verða aldrei rædd almennt, heldur hvei
út af fyrir sig. Og hér ræðum var
kristna trú og skýringu hennar á veru-
leikanum.
Kristin trú metur hinn sýnilega varLl
leik í Ijósi þess, er Guð hefur t>irt
mönnum fyrir munn spámanna og P°st'
ula. Sá, sem er kristinn, hann treyst,r
Guði, skaparanum, og felur honum
lausn hverrar gátu. Sá, sem er kristinn
og treystir Guði, skaparanum, tianJ1
þakkar Guði ætíð, er hann leysir t! ^
tekna gátu. M. ö. o. kristinn maðul
j