Kirkjuritið - 01.04.1976, Blaðsíða 74
því, að að minnsta kosti þetta atriði í
fortíð kirkjunnar er mjög á döfinni enn
í dag. Og tilraunir samtímans til þess
að jafna þennan ágreining benda til
lífsmarks með kirkjunni.
Vér förum nú lengra aftur í tímann
og komum að miðöldum, tímabili hinna
gotnesku dómkirkna, krossferðanna,
hinna miklu kerfa laga og stjórnunar
og hátimbraðrar heimspeki skólastík-
urinnar. í þann tíð var Evrópa „kristin-
dómurinn“. Fremstir í menningu þessa
tíma voru menn, sem vildu túlka og
hagnýta grundvallarreglur kristinnar
trúar, þótt mjög gæti þeim yfirsést á
stundum. En án kirkjunnar væru mið-
aldirnar tómarúm í sögunni.
Á undan miðöldum var dimma öldin.
Þá braut Evrópa smátt og smátt af sér
þær viðjar, sem hnignun Rómaveldis
og skrælingjainnrásir höfðu hneppt
hana í. Kirkjan var sú stofnun, sem
brúaði bilið milli gömlu menningarinn-
ar og hinnar nýju, sem koma átti.
Kirkjan varðveitti leifar laga, réttar og
mannúðar. Fyrir tilstilli múnkaregln-
anna gekk hún á undan í endurnýjun
landbúnaðar og handverks og lagði
grundvöll að lærdómi og menntun.
Erfitt er að ímynda sér, hvað orðið
hefði úr óskapnaði hinnar dimmu ald-
ar, ef kirkjunnar hefði ekki notið við.
Hinum megin við þetta bil var róm-
verska heimsveldið, síðasti útvörður
hinnar eldri menningar. Undir stjórn
Konstantíns mikla hafði Róm forystu
um stjórn kristinnar kirkju. Smám
saman fór kirkjan að taka hið verald-
lega kerfi í sína vörslu og geymdi það
lífvænlegasta úr því handa eftirkom-
endunum. Ofsóknir, sem Konstantín
batt enda á, höfðu verið spurning um
72
að lifa af eða deyja út af. En kirkjan
hélt velli, ekki einvörðungu af því hún
átti trú, þrautseigju og hugrekki, held-
ur einnig af hinu, að hún hafði sann-
að yfirburði sína yfir keppinautum sín-
um.
Að baki Konstantíns verður fyrir
tveggja og hálfrar aldar barátta, stund-
um Ijós, stundum leynd. Aldrei var þó
nokkur keisari að fullu laus við áhyggj"
ur af hinu „kristna vandamáli". Nálægt
upphafi þessara átaka, bréfuðu tveir
rómverskir höfundar álit sitt á þessum
„vanda“ samtíðar sinnar.
A öndverðri annarri öld var Gaius
Plinius Secundus með því nafni land-
stjóri rómverska skattlandsins Bithinyu
í Litlu-Asíu. Þessi maður, sem er
venjulega nefndur Plinius yngri, skrifaði
Trajanusi keisara bréf, þar sem hann
greinir frá ýmislegu vandræði, sem
hann á í höggi við.1). Þar á meðal eru
verkföll, opinber hneyksli og óánægj3
með stjórnarfarið. En auk þess ber a
trúarlegum óróa. Mörg hof, skrifar
hann, eru nærri tóm, og í sumum þeirra
hafa guðsþjónustur verið aflagðar með
öllu. Það er fullkomið verðhrun, segír
hann, á kjötmarkaðinum, því að nu
kaupir enginn lengur kjöt af fórnardýf'
unum, svo sem annars vera ber. Al|(
er þetta að kenna, að því er honum
hefur verið tjáð, einhverjum rnönnum.
sem kalla sig ,,kristna“ og stoína^
hafa leynifélagsskap, til alls vísan °g
áreiðanlega ótrúan heimsveldinu, Þaí
sem félagsmenn neita að færa keisaræ
guðinum fórnir. Þar kom, að fjo1
þessara manna var tekinn höndum °9
færður fyrir rétt. Málsrannsókn, skrifar
landstjórinn, leiddi ekkert saknæmt
Ijós. Helst, að vart yrði við „nokku