Kirkjuritið - 01.04.1976, Blaðsíða 14

Kirkjuritið - 01.04.1976, Blaðsíða 14
alltaf nei. Svo er það einu sinni, að hann kemur beint framan að mér og segir: „Heyrðu, elsku Jóhannes, nú lánarðu mér fimm krónur. Ég ætla að kaupa áfengi fyrir þær.“ Ég tek upp budauna og sýni honum það, að ég á bara fimm krónur. Það var aleigan. ,,0g ég ætla að lána þér þær, af því þú sagðir sannleikann. Þú sagðir ekki: Ég ætla að fá mér mat íyrir þær, heldur sagðirðu, hvað þú ætlaðir að gera við þær. Nú veit ég, að þú sagðir satt, og þess vegna skal ég lána þér þetta.“ Eftir það, bað hann mig aldrei um að lána sér, heldur sagði alltaf: „Heyrðu, ég skulda þér fimm krónur.“ Nú er það einn dag, að vori til, að hann kemur niður á sjómannastofu til mín. „Jóhannes, ég skulda þér fimm krónur. Ég er kominn til að borga þær.“ — „Nei, það gerir ekkert til“ segi ég. „Við skulum bara láta það eiga sig.“ — „Nei, ég þarf að borga þessar fimm krónur. En ég þarf að segja þér meira. Þessar fimm krónur, sem þú lánaðir mér, þær hafa hjálpað mér til þess að hætta að drekka. Ég er hættur.“ — „Nú, og hvurnig atvik- aðist það?“ — Ég skal segja þér það. Ég þekki þig, Jóhannes. Ég var nú einu sinni drengur í KFUM, og þú varst sveitarstjórinn minn, og ég þekkti þig. Ég veit, að þig hefur sviðið í hjartað, að þú vissir, að ég ætlaði að kaupa áfengi fyrir þessar fimm krónur. Og í hvert skipti, sem ég smakkaði áfengi eftir það, þá fannst mér það ekki gott. Það varð til þess, að ég hætti.“ — Já, þetta er nú merkilegt að lifa. — Já, það er margt, sem hefur drif- ið á dagana. Þeir sóttu mikið á mig, „rónarnir", þegar ég var á sjómanna- stofunni. En þeir trufluðu aldrei sam- komur, þótt þeir sætu á þeim. Þakka þér fyrir sjóvetlingana — Voru þetta þá einkum sjómenn? — Bæði sjómenn og aðrir. Þeir komu mikið til mín og báðu mig að lána sér. Einn kom og sagði: „Heyrðu, ég er búinn að fá pláss á báti í Vest- mannaeyjum.“ — „Það var gleðilegt,“ segi ég, „loksins." — „Ég ætlaði bara að vita, hvort þú vildir hjálpa mér með peninga íyrir farinu.“ — „Já, það má reyna að hjálpa þér með það,“ segi ég, „svo að þú komist til Eyja. Hvenær ferðu?“ Hann segir mér það. „Ég aetla að hringja niður á Eimskip og biðja þá að láta mig hafa farmiða á mitt nafn.“ — „Ja, það er nú ekki víst, að ég fari með þessari ferð.“ — „Jæja,“ segi ég. „En það er velkomið að hjálpa þér, ef þú ætlar að fara til Vestmanna- eyja til að fá þér pláss.“ — Hann kom aldrei meira. Annar kom, gamall sjómaður, og kom reyndar oft, en var ekki vanui að biðja um lán, þangað til hann kem- ur einu sinni og segir: „Ég er búinn að fá pláss á togara.“ — „Það var gott,“ segi ég, „mikið var það got{- — „Heyrðu, heldurðu, að þú lánir méi" nú ekki fyrir sjóvetlingum. Mig vantat sjóvetlinga." — „Það er sjálfsagt, að hjálpa þér með það,“ segi ég. Syst'r mín, Svandís, var þarna. Hún var rnf' til aðstoðar, og seldi sjóvetlinga. ^9 fer fram til hennar og spyr, hvort hun eigi sjóvetlinga handa mér. Já, já- Sv0 kem ég með sjóvetlingana til hans-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.