Kirkjuritið - 01.06.1978, Side 10

Kirkjuritið - 01.06.1978, Side 10
ekki einu sinni fyrir feröalög vegna þess erindis og fjarveru aö heiman. Hygg ég þaö líka vera nokkuö sér- stakt, ef ekki algjört einsdæmi, að prestastétt landsins tók svo fagnandi erindi þeirra, sem um félagsstofnun höfðu forgöngu, að það hafnaði að- eins einn þáttöku. Bendir þetta bæði til óvenju mikillar stéttvísi sem skiln- ings á því, að full þörf varfyrirþennan málsvara stéttarinnar. Af framansögðu mætti ætla, að það hafi eitt vakað fyrir prestum, að nú sæju þeir fram á betri hag og betri afkomu. En langterfráþví,að þaðeitt hafi leitt til félagsstofnunar, enda þótt nauðsynjamál væri. Strax í upphafi var annað mál, sem ekki hefur síður fylgt þessu félagi en hið fyrrnefnda, en það var útgáfa blaðs. Prestar gerðu sér grein fyrir því, að svo nauð- synleg sem kirkjuganga með predik- uninni væri, þá var hitt líka þarft að koma færandi hendi inn á heimili fólks með blað, þar sem fjallað væri um málefni kirkju og kristindóms og umhugsunarverð efni önnur frá þeim sjónarhóli, er trúin leiðir lesanda til. Það var því algjör einhugur meðal prestanna um það, að blað skyldi út- gefið. Hitt greindi þá aftur á móti nokkuð um, hvers konar blað það ætti að vera. Töldu sumir, að nú skyldi mest hugað að sérþörfum stéttarinnar og gefið út sérstakt blað fyrir þá, t. d. einu sinni á ári, þar sem leitazt væri við, að mæta þörfum þeirra sem ritskýrenda og fræði- manna, með greinum á því sviði og bendingum um bækur, sem að haldi mætti koma, eða þá jafnvel með því að kaupa nokkrar bækur, sem síðan gengju milli presta og einn skilaði til annars, að lestri loknum. En þeir voru miklu fleiri og þeirra sjónarmið varð ofan á og hefur ríkt síðan, að blaðið skyldi ætlað öllum almenningi og koma oft út, helzt mánaðarlega og reglulega, svo að hægt væri að treysta því. Var strax hafizt handa um útgáfumálin, og sá Prestafélagsblaðið dagsins Ijós strax á fyrsta árinu og kom síðan út nokkuð reglulega í samfellt 16 ár, en síðan hefur rit Prestafélagsins borið nafnið Kirkjuritið og verið gefið út óslitið síðan. Þá má ekki síður geta þess í tilefm afmælis Prestafélags íslands, að út- gáfustarfið hefur ekki takmarkazt við það eitt, sem í riti þess hefur mátt lesa. Hvað eftir annað er drepið á þa^ í fundargjörðum, að einn eftir annan bendir á verðug verkefni til þess að auðga bókakost þann, sem fólk getut haft aðgang að og á einn eða annan veg lyft huga þess og eflt anda þesS’ Var snemma farið að huga að útgáfu hugvekna, enda ríkulegur arfur í hus' lestrarbókum þeim, sem íslenzka þjóðin hefur varðveitt, nýtt og upp' byggzt af um aldir. Og hafa tv®r slíkar bækur með hugvekjum ræðum eftir presta landsins ven gefnar út á vegum Prestafélags |s lands og selzt vel. Er því ekki að neita, að enn he’u ■ því máli verið hreyft, hvort ekki vse tímabært að bæta þeirri þriðju við- , ekki gott að gera sér grein fyrir hvað veldur hiki um útgáfu slikr.,| bókar. Kann þar að koma til mi ' kostnaður við bókaútgáfu núna, e ^ þá einnig hitt, að ekki sé búizt við, a 88

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.