Kirkjuritið - 01.06.1978, Síða 26

Kirkjuritið - 01.06.1978, Síða 26
nauðsyn, sú gjöf, sú blessun, sem móðir er barni, fjölskylda, heimili. Því verður svo margur eins og visinn vís- ir, rótarslitinn í trúarlegu tilliti, að hann gerir sig viðskila við hina kristnu fjölskyldu, kirkjuna. Gerir sig heimilislausan, munaðarlausan í andlegum efnum með því að afrækja helgar tíðir í samfélagi safnaðar. Fer þá og hver önnur kristin trúariðkun forgörðum fyrr eða síðar. Þannig verða menn óhlýðnir því, sem þeir í hjarta sínu vita helgast, sannast, gæfuríkast. Einnig erþaðtil, að menn sem þó vilja kirkjunni heyra, geri sig trúarlega þroskahefta með því að misvirða þá ríku arfleifð, sem er krist- in sameign og þrotlaus auðsupp- spretta, réttilegaskoðuð og hagnýtt. Að horfa rétt Nú blasir það við, að kirkjunni er áfátt í fortíð og nútíð. Það þarf enga yfir- burði, hvorki klerklega né aðra, til þess að finna skarnhóla og hefja sig þar upp og gala, eða grafa sig niður í gren og rottuskot og þeyta þaðan spýjum. Þegar ég horfi til kirkjunnar stari ég ekki niður í fúla pytti og fen. Ég horfi á tindana, þar sem Ijóminn frá Kristi leikur um. Ég horfi ekki í vilpur og grugg. Ég leita þangað sem lindireru tærar. Þegar ég kynni útlendum gesti ís- land, þá fer ég ekki með hann á sorp- hauga né þangað sem saurrásir Reykjavíkur liggja í sjó út. Ég bendi honum á Esjuna, ég fer með hann á Þingvöll, að Gullfossi. Þetta er ísland, vinur, það ísland, sem á brjóstum borið og blessað hefur mig. Ef ég gerist til þess að vera leið- sögumaður á vegum kristinnar kirkju, þá sé ég ekki neina sæmd í því. enga fremd sjálfum mér, og ekki sé ég heldur, hverjum öðrum ég gagn- ast með því að elta uppi og fjasa um lýti, sem kannski eru ekki annað en uppgufun úr bullholum eigin ólund- ar. Hlýðni, hvatning Það verður ekki angursefni á efstu stundu lífs míns, að ég get ekki maelt mig við Pál eða annað kristið stór- menni um gáfur, eldmóð, þrótt eða stórkostlega reynslu. En þeirri spurn- ingu mun ég mæta, hvort ég hafi ver- ið hlýðinn því, sem mér var til vitund- ar gefið, trúr því, sem Kristur gaf mér að sjá og reyna. Og sú spurning felur i sér það, hvort ég hafi verið trúr þeim, sem reyndu mest, færðu fórnirnar fyrir Drottin sannleikans, voru dýpst höndlaðir af honum, gátu sagt: Sjálf' ur lifi ég ekki framar, heldur lifir Krist- ur í mér.Ég á allt, sem þeir voru oQ áttu, eru og eiga, sem þáðu mest a Kristi, þekktu hann bezt, líktust hon- um mest. Ég má tileinka mér vitnis- burð þeirra, má stafa eftir þeim hin háleitu orð, eins og það barn, sem e[ að læra mál og hugsun af staerri bróður góðum, sem hefur naerst a sömu brjóstalind, dafnað við sömu móðurumsjá. Ég má feta veginn minn með þeim eins og staulinn smár oQ gangfær lítt, sem er studdur og hvat' ur af dæmi og hjálp þroskaðra sys kina, barnasömu móður. Er ég trúr þessum dýrmæta rétti oQ stóru gjöf? Það er ósegjanlegu^ styrkur og gleðigjafi að vita sig í jatn 104
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.