Kirkjuritið - 01.06.1978, Page 30

Kirkjuritið - 01.06.1978, Page 30
Vígslubiskup, sr Pétur, framkvæmdi vígsluna. Á 1. sd í aðventu, 27. nóv., var vígð- ur salur í Hrafnistu í Hafnarfirði, en þar hefur hin nýja Víðistaðasókn fengið aðstöðu til guðsþjónustu- halds, sakir góðvildar forstöðu- manna þessa vistheimilis, sem að sjálfsögðu hefur og eignast þarna helgidóm til eigin nota. Þessi aðstaða bætir úr bráðabirgðaþörf hins unga safnaðar. Á pálmasunnudag, 19. marz, var vígður salur á grunnhæð þeirrar kirkju sem Árbæjarsókn í Reykjavík er að reisa. Þetta var gleðilegur á- fangi í sögu safnaðarins, sem eins og aðrir nýir og fjölmennir söfnuðir höf- uðborgarinnar hefur lengi orðið að bíða og berjast til þess að fá lág- marksaðstöðu til starfsemi sinnar. Námskeið og ráðstefnur Prestafélag Hólastiftis forna gekkst fyrir starfsmannanámskeiði á Hólum 8.-10. júlí. Það var fyrsta námskeið sinnar tegundar hér á landi og þakk- arvert framtak. Svo vel tókst til um þessa tilraun, að það örvar til frekari aðgerða af sama tagi. Með þessu frumkvæði jók Prestafélag Hólastiftis enn hróður sinn. Það félag er áttrætt á þessu ári, elzt meðal samtaka sinn- ar tegundar. Prestastefnan þakkar heillarík störf félagsins. Megi það jafnan verða bræðrum styrkur og kirkjunni gæfa. Organistanámskeið var í Skálholti fyrstu vikuna í september, hið þriðja í röð slíkra námskeiða, sem söngmála- stjóri hefur gengizt fyrir og stjórnað með miklum ágætum. Hafa þátttak- endur sótt sér góða örvun og mennt- unarauka í þessi námskeið. Um miðjan október gengust kristi- leg félög í Reykjavík fyrir ráðstefnu, sem hafði yfirskriftina: Grundvöllur- inn er Kristur. Var hún fjölsótt og um- ræður miklar. Norrænir kristnir menningardagar voru á Akureyri og í Reykjavík 31. júlí til 5. ágúst. Var þetta fyrirtæki skipu- lagt í sambandi við stjórnarfund Nor- rænu ekumenisku stofnunarinnar, sem að þessu sinni var haldinn hér á landi (á Stóru-Tjörnum í Ljósavatns- skarði, á Akureyri og í Reykjavík) Hugmyndin var að kynna nokkuð kristna þætti í norrænu menningarlífj samtímans. Merk erindi voru flutt í Akureyrarkirkju og í Norræna húsinu í Reykjavík, íslenzk og erlend, og listir kynntar. Ég færi þeim þakkir, sem af íslenzkri hálfu lögðu verðmætan skerf til þessarar tilraunar, svo og þeim, sem á annan hátt studdu að því. að hún mátti svo takast sem raun varð á. Alþjóðleg nefnd, sem sér um ung- mennaskipti milli landa á vegum kirkna, hélt fund í Skálholti í sep- tember og sat þar á rökstólum ' nokkra daga. Þar voru saman komnif fulltrúar frá 18 löndum og ýmsum kirkjudeildum. Á dagskrá var grund- völlur og markmið þessararstarfsemi og gekk fundurinn frá samþykkt, sem markar henni traustari grunn og stefnu. íslenzka kirkjan hefur verið tiltölulega virkur þátttakandi í þessu starfi síðan það hófst fyrir 18 árum- Fyrir hönd æskulýðsstarfs kirkjunnar hafa hjónin Hanna og sr. Jón Bjaf' 108

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.