Kirkjuritið - 01.06.1978, Side 33
■eið. Kristur og kirkja hans hafa ekki
Yerið að ala upp sömu þjóð í þúsund
ar- Vissulega skilar hver kynslóð arfi í
hendur næstu niðja, misdrjúgum og
með misgóðum efnum í. Mikil er ís-
lenzk arfleifð kristin, þegar öll kemur
sarnan. En andlegur arfur skilar sér
Því aðeins, að hugir frævist við snert-
lngu og tileinkun. Kristur hefur átt
Þessa þjóð í þúsund ár. En alltaf verið
að mæta nýjum kynslóðum nýrraein-
staklinga. Og hvar erum vér staddir
nu? Og hvernig verðum vér staddir,
Pegar komið verður saman á Þing-
Velli árið 2000?
Þessi spurning skal vaka í huga
nvers kristins íslendings á komandi
arum. Og vaki hún, þá vaknar hver,
sem svara vill í kristnum anda og
sPyr: Hvað gert ég gert? Hvað ber
méraðgera?
. er sagan maklega metin, fortíð-
m heiðruð svo sem verðugt er, ef
Pannig er minnzt, að nútíðin styrkist á
heillavegi inn í framtíðina. Mætti
kirkja komandi ára á þann veg horfa
um öxl, að henni miði fram og upp, og
að henni auðnist að marka einhver
þau spor, sem minnast megi með
gleði og þökk, þegarenn hafa runnið
ár og aldiryfir kristið ísland. Þessi ósk
og hugsun er að baki þess efnis, sem
upp er tekið á þessari prestastefnu.
Hér verður vitaskuld aðeins um upp-
tekt máls að ræða. Það er meira um-
fangsen svo, að áætlanirverði gerðar
eða ákvarðanir teknar nema á undan
fari víðtæk könnun og vendileg. Hug-
myndir allar og tillögur þurfa að sæta
ýtarlegri meðferð. En ég vænti þess,
að fet verði stigið á þessari presta-
stefnu í átt að marki eða markmiðum,
sem síðar komi betur í augsýn og
móti raunhæfar sóknaraðgerðir á
vígstöðvum næstu ára.
Heilirtil starfa.
Prestastefnan 1978ersett.
111