Kirkjuritið - 01.06.1978, Side 38

Kirkjuritið - 01.06.1978, Side 38
ingu, m. a. á geðsjúkdómafræðum, til að geta beint skjólstæðingum okkar þangað, sem helzt er hjálp að fá. Æskilegast væri með tilliti til sálna- hirðisstarfa prestsins, að hann hafi í guðfræðinámi sínu fengið þjálfun í úrvinnslu raunverulegra dæma úr daglega lífinu, svo sem skilnaðar- mála, trúarlegra vandamála, sálu- sorgun sjúkra, dauðvona, syrgjandi o. fl. Víst er að slík samskipti verða aldrei kennd af bókum, en markmið slíkrar fræðslu hlýtur að vera að gera menn hæfari til að takast á við þau og ekki síztað brýnafyrirþeim, hvað beri að varazt. Ég hef farið nokkrum orðum um það, sem mérvarefst í huga, þegarég settist niður til að velta fyrir mér tengslum guðfræðimenntunar og prestsþjónustu. Þetta er sundurlaus mynd, en ég vona að hún veki samt einhverjar umræður, þannig að fleiri komi til skjalanna og geri myndina fyllri og sannari. Ég veit, að við erum flestir sammála um það, að í guð- fræðideildinni lifðum við góða daga í frjálsu, nánu og gjöfulu samfélagi. Þegar við svo lendum úti í iðukastinu, þá finnst níér það a. m. k. um sjálfan mig, að við megum hafaokkurallavið til að týnast ekki í veröldinni. Nú segi ég þetta ekki til að draga úr mikilvægi góðra tengsla prests og safnaðar - sá skilningur er lífsnauðsyn. En þar sem kirkjuleg vitund fólksins er næsta lítil þurfum við á sterkara sam- félagi og meiri stéttvísi að halda til að geta leiðbeint söfnuðum okkar við að lifa sem starfandi kristnir menn. Þarna held ég að guðfræðideildin geti komið bezt til liðs við okkur prestana með námskeiðahaldi, ekki bara í kennimannlegri guðfræði, heldur líka og engu síður í hreinni guðfræði. Það er ekkert sem getur eflt starf okkar betur og fært okkur nær hvern öðrum, fyrir utan kraft heil- ags anda, en það að nema saman, brjóta vandamálin til mergjar saman, biðja saman og yfirleitt uppbyggjast hver af öðrum og styrkja hver annan a slíkum námskeiðum í lestri orðsins og lifandi tilbeiðslu. 116

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.