Kirkjuritið - 01.06.1978, Síða 56

Kirkjuritið - 01.06.1978, Síða 56
Dr. BJÖRN BJÖRNSSON, prófessor: Hlutverk kirkjunnar í íslenzku nútímaþjóðfélagi Erindi flutt á ráðstefnunni um kristni og þjóðlíf 1976. Hvert er hlutverk kirkjunnar í íslenzku þjóðlífi? Þeirri spurningu verður leitazt við að svara í eftirfarandi er- indi. Þó skal þegar tekinn vari á því, að áherzlan verður ekki lögð á þá hlið spurningarinnar, sem lýtur að því að lýsa því hlutverki, sem kirkjan nú gegnir. Um þá hlið málsins verður fjallað sérstaklega í þessum flokki er- inda um kristni og þjóðlíf, þegar gerð verður grein fyrir stöðu kirkjunnar. Hér og nú verður hins vegar tekin til skoðunar sú spurning, hvert ætti að voru mati að vera hlutverk kirkjunnar í íslenzku þjóðlífi. í raun er hér um að ræða tvær hliðar á einu og sama mál- inu, en mikilvægt er engu að síður að halda þeim skýrt aðgreindum. Þann- ig er eðlilegt, að beitt sé aðferðum félagsfræðinnar til öflunar upplýs- inga um ríkjandi stöðu kirkjunnar í íslenzku þjóðfélagi, en hinni spurn- ingunni, um hið eiginlega hlutverk kirkjunnar, verður ekki svarað án þess að skírskota til guðfræðilegra viðhorfa. Slík viðhorf hljóta að ráða mestu um þau tök, sem efnið verður tekið í eftirfarandi máli. Áður en lengra er haldið teljum vér þó rétt að víkja örfáum orðum að þvj. sem nefna mætti tilefni hinnar tví- þættu spurningar um stöðu og hlut- verk kirkjunnar. í fljótu bragði mætti ætla, að þetta tilefni væri næsta lítið. Kirkjan gegnir að mestu átakalítið nú sem endranaer sínu hefðbundna hlutverki. Guðs- þjónustur eru haldnar, börn eru skírð og fermd, hjónavígslur eru fram- kvæmdar, sungið eryfir látnum. En er þetta svo lítið tilefni, þegar grannt er skoðað: Hvað felst til dæmis í því- að kirkjan gegni hlutverki sínu á hefð- bundinn hátt á sama tíma og ný'r þjóðfélagshættir hafa rutt úr veg| fornum hefðum og myndað nýjar ' 134
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.