Kirkjuritið - 01.06.1978, Side 60

Kirkjuritið - 01.06.1978, Side 60
Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hversem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf“. (Jóh. 3:16). Heimurinn, þ. e. gjörvallt sköpunarverkið, er sá vettvangur, sem Guð hefur kjörið sértil dýrðarog sér til þjónustu. Guð elskar þennan heim, jafnt hið háa sem hið lága, jafnt hið efnislega sem hið andlega. Hann varð í Jesú Kristi allsendis eitt með heiminum. En holdtekning orðsins vitnar um fleira en kærleika Guðs. Hún afhjúpar einnig fráhvarf heims- ins frá sínu sanna eðli sem sköpun Guðs. „Hann var í heiminum, og heimurinn var orðinn til fyrir hann, og heimurinn þekkti hann ekki. Hann kom til eignar sinnar og hans eigin menn tóku ekki við honurn". (Jóh. 1:10-11). Fráhvarfið, heimsinssynd, erfólgið í þessu, að maðurinn rýfur trúarsam- félagið við Guð. Hann lætur sér ekki lynda að gegna hlutverki sínu í sam- ræmi við lögmál sköpunarinnar, heldur hrifsar hann til sín vald sjálfs skaparans. „Þeir hafa umhverft sann- leika Guðs í lygi, og göfgað og dýrkað skepnuna í stað skaparans“. (Róm. 1:25). Við þessi hausavíxl veldur maðurinn röskun á gjörvöllu lífríki Guðs. Ekki einasta gengur hann á snið við lögmál kærleikans í sam- skiptum sínum við náungann, heldur ógnar hann og lögmálum náttúrunn- ar í eftirsókn sinni eftir valdi. „öll skepnan stynur og hefur fæðingar- hríðir allt til þessa“. (Róm. 8:22). Samkvæmt vitnisburði Ritningar- innarverðurallthið illaog Ijóta, hatur og ofbeldi, misrétti, svik og vald- níðsla, eða hvað annað vér kjósum að nefna, sem spillir farsælu mannlífi, rakið til þess, að maðurinn segir sig úr lögum við Guð. En þess ber að gæta, að þótt með þessu orsakasam- hengi sé fyrst og fremst skírskotað til ábyrgðar mannsins sem einstaklings, þá er einnig og jafnframt fyllilega gef- ið í skyn, að höfðað sé til ábyrgðar þess samfélags og hinna ýmsu þátta þess, sem maðurinn býr við. Hin ranghverfa viljastefna mannsins gef- ur sig til kynna í ranglátri skipan sam- félagsins. Með öðrum orðum, maður- inn og heimurhans, maðurinn í heim- inum, er kallaður til ábyrgðar. Því er það, að kærleikskrafa Krists lætur aldrei staðar numið við einstakling- inn sem slíkan, heldur birtist hún og ' kröfu um þjóðfélagslegt réttlæti. Til þessa hefur umræðan um Krist sem sköpunarorð Guðs holdi klætt einvörðungu snúist um þá hlið máls- ins, sem lýtur að opinberuninni á vilja Guðs. Þótt því fari víðs fjarri, að vér viljum á nokkurn hátt draga úr mikil- vægi þessa, þá eru það þó aðrar hlið- ar þessa máls, sem vér viljum leggJ3 áherzlu á í þessu samhengi. í öðru bréfi sínu til Korintumanna vottar Páll postuli trú sína meðal ann- ars með eftirfarandi orðum: þannig einhver er í samfélagi við Krist, er hann ný skepna, hið gamla varð að engu, sjá, það er orðið nýtt (2. Kor. 5:17). Með þessari játningu er vikið að sjálfum kjarna hins kristna gleðiboðskapar. Erindi Guðssonar- ins var í raun þetta eitt, að gefa mann- inum nýtt líf, að skapa að nýju lífs' grundvöll fyrir gjörvallt mannkyn- Sjálfur bar hann fyllingu þessa nýJa lífs í eigin veru, en hlutverk hans var 138

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.