Kirkjuritið - 01.06.1978, Page 74

Kirkjuritið - 01.06.1978, Page 74
til helgunar eftir venjulegum hætti, en eg hefi ekki ennþá ákveðið með sjálf- um mér, hvort vatni skuli blandað í vín- ið eða ekki, en hneigist þó að því, að menn hafi vínið eitt, án þess að vatni sé blandað í, því að mér geðjast illa að þeirri merkingu, sem er í Jesaja 1. ,,Vín þitt (segir hann) er vatni bland- að.“-i4 Vínið eitt táknar fagurlega hreinleika kenningar fagnaðarerindis- ins. Því næst er að nefna það, að ekki er úthellt fyrir oss öðru en blóði Krists einu, óblandað voru blóði, og minn- ingu hans gerum vér hér, svo að ekki fær draumur þeirra rætzt, sem segja, að hér sé sett fram líking um einingu vora með Kristi. Vér gerum hér ekki minningu þessarar einingar né erum vér samneinaðir honum áður en hann úthellti blóði sínu. Annars væri þess minnst í tilbeiðslunni, að blóði voru hefði einnig verið úthellt fyrir oss á- samt blóði Krists. En eg vil ekki setja hjátrúarfullt lögmál gegn frelsinu. Kristur mun ekki gera mikið úr þessu, né er þetta þess vert að þræta um það. Nægilega hafa hin rómverska kirkja og hin gríska barizt um þetta heimsku- legri baráttu eins og um margt annað. Nokkrir draga það að sönnu fram, að úr síðu Krists hafi runnið vatn ásamt blóði. Það skiptir engu máli. Vatn þetta merkir annað en það, sem þeir vilja láta það tákna með þessari þlönd- un með vatni. En þetta vatn hefir ekki verið blandað með blóði, auk þess sem þessi líking sannar ekkert, þá stenzt þetta dæmi ekki heldur. Því skal fara frjálslega með þetta eins og mannlega uppfinningu. II. Eftir að brauð og vín hefir verið bor- ið fram, þá skal strax haldið áfram með þessum hætti: „Drottinn sé með yður.‘ Svar: „Og með þínum anda.“ „Lyftun1 hjörtum.“ Svar: „Vér hefjum þau til Drottins." „Látum oss þakka Drottni Guði vorum.“ Svar: ,,Það er maklegt og réttvíst, sanngjarnt og hjálpsam- legt, að vér þökkum þér ávallt og alls staðar, heilagi Drottinn, almáttugi fað- ir og eilífi Guð fyrir Krist Drottin vorn.“ III. Síðan: „Hann tók brauðið daginn áður en hann var píndur, gjörði þakkir, braut það og gaf lærisveinum sínum og sagði: Takið og etið, þetta er lík' ami minn, sem fyrir yður er gefinn- Sömuleiðis tók hann og kaleikinn eftif að hann hafði neytt kvöldmáltíðarinn- ar og sagði: Þessi kaleikur er hið nýja testamenti í blóði mínu, sem fyrir yð' ur og fyrir marga verður úthellt til fyr' irgefningar syndanna. í hvert sinn er þér gjörið þetta þá gjörið það í mína minningu.“ Þessi orð vildi eg að sung- in yrðu eftir svolitla þögn eftir forgild' ið4r' með sama tón og drottinleg bsen er sungin á öðrum stað í lágasöng, syo að þeir, sem viðstaddir eru geti hlý^ á. Þó sé þetta allt frjálst guðhræddum sálum, hvort heldur að fara með þessi orð í hljóði eða upphátt. IV. Að lokinni helgun syngi kórinn SanctusM og á meðan sunginn er « Jes. 1:22. 45 post prefationem. 152 1G Heilagur, heilagur, heilagur ert þú Drottinn Guð allsherjar o. s. frv.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.