Jörð - 01.02.1940, Qupperneq 8

Jörð - 01.02.1940, Qupperneq 8
sýnum íslenzkra útlaga. Þetta er görnul saga. Þegar HallfreÖ- ur dó í hafi á heimleið, var sál hans svo hlaðin þrá eftir langa útivist og vinamissi, að hann í andarslitrunum sá hana berum augum, sá hana taka á sig konu gerfi og skunda á undan skip- inu heim yfir höfin; og kallaði hann, að fylgja sín hefði yfir- gefið sig. Það yrði örðugt að skýra það í einstökum atriðum, hvað það er, sem öðru fremur bindur íslendinginn við fæðingarstað og fósturfold. Það er ekki eitt, heldur allt. Svo mikið er víst, að það er ekki sællífið. Lágar hvatir komast þar varla að. Óspillt- ur íslendingur í framandi landi þráir engu fremur sumarið ís- lenzka en íslenzka veturinn; skammdegið dregur hug hans að sér ekki siður en náttleysa vorsins; tunglskin yfir isnum og hrim- fölvan mána leggur hann fyllilega á borð við sólskin og sunnan- vind og Sör!a-reið í garð. F.f til vill er það öðru fremur hrein- leikinn og ákveðnin, svipfestan, tröllatryggð og tröllatök náttúru, er ekki hylur náðarleysi sitt undir brosandi blæjum grænna blóm- viða, ekki mætir manni með yfirborðs l)líðu, heldur kannast ein- faldlega og ooinskátt við aðstöðu hins þeysandi hnattar til mann- legs lifs, sýnir í grófum lækjanna gröfina opna við hvert fót- mál, hvetur hvern og einn að samlagast lífinu eins og það er. gróðurhuga, gælulaust, en innan sinna þröngu takmarka eilift og almáttugt, þrungið yfirnáttúrlegum krafti og óleysandi gát- um frá alda öðli og út yfir gröf og dauða. FÁ lönd, sem byggð mega kallast, eru jafn ósnortin af táknum timanna og ísland. Hér eru það ekki, eins og sumsstaðar i stórlöndunum ríku, byggingar og mannvirki, er bera landið ofur- liða og gefa því svip. Öfugt við. Áður var landið húsað svo einfalt og óbrotið, að varla gátu hús talist, enda samlagaðist hyggingin landslaginu og fór vel á þvi. Þetta hefir upp á sið- kastið breytzt til verulegra muna og því miður ekki til batnað- ar. Það er raun að sjá, hvað sum nýju húsin standa framandi i túnunum og fara illa og álappalega i islenzku dölunum, undir hjöllunum og meðfram hamrahlíðunum. En af smekkleysi í hverju sem er leiðir spilling og óhamingju. Landið okkar er vandlátt, hvað nývirkjun viðvikur. Ytra hafa menn runna og trjágarða, til að breiða yfir og fela syndir sálarlausra bygginga. Hér er ekki því til að dreifa. Hér standa mannvirkin nakin í nöktu landi, verða að þola, að á þau sé litið. Landið er svo rammfornt og hreinleik- ur þess svo alger, að jafnvel til dæmis allsæmilegar og vel gerðar 6' jöro
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Jörð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.