Jörð - 01.02.1940, Síða 9

Jörð - 01.02.1940, Síða 9
brýr, er mundu sóma sér prýÖilega í óvandfýsnara landslagi, verða aS hálfgerðu viSundri hér í okkar landi, þar sem annars náttúr- en sjálf og ein á svo aS segja hvert handtak. Allt öðru gegnir, þegar til jarÖræktarinnar kemur. Túnaslétt- ur, sáðgarÖar og aðrar jarðabætur og ræktanir auka mjög á feg- urð landsins. Landið er þakklátt á því sviði og setur undir eins upp mildari svip, án þess að hreinleiki þess og tign skerðist i neinu. En svip landsins eiga menn að gefa nánar gætur. virða hann og hlífast við að misbjóða honum. Því svipur landsins er svipur mannsins. Komist grugg og smekkleysur inn i íslenzkt landslag að staðaldri. nái að festa þar rætur og þróast, mun það fljótlega koma fram i sál þjóðarinnar. Ef til vill gætir .þess þegar að nokkru. Enn eru þó blæbrigðin til. er gera landið í einu einfalt og jió marg- hrotið, án jjess að skerða heildarsvipjnn, ættarmótið. Á ferð um landið er ])að næsta furðulegt að veita jrví athygli, að hvert ein- asta hérað hefir sinn eigin svip, engu öðru líkt, án jíess jíó að heild- inni sé raskað. Það jiarf að opna augu íslenzkrar æsku fyrir íslenzkri náttúru og fegurð. Ekki að hún sjái hana ekki: en veit hún hvað hún sér? Hefir henni verið kennt og hefir hún gert sér ljóst, hvað vel fer og hvað miður vel í íslenzku landslagi? Þá gætir þess að minnsta kosti ekki i íslenzkum nýbyggingum og í umgengni manna kring um bæi og þó einkum í þorpum. Það er raun að sjá, hversu land- inu er misboðið með jreim smekkleysum, þeim sóðaskap og drasli. sem er að verða opinber þjóðarlöstur og horfir til skelfingar fyrir land og þjóð. Miklu betur en orð og framkoma sýnir það innræti hvers manns, hvað hann liður í kringum .sig, án þess að hreyfa legg eða lið. Það er miklu meira um vert, að þessu verði kippt í lag, en í fljótu bragði verður séð. Það er ekki mikil fórn í þvi. að sýna í hvívetna smekk og hreinlega umgengni. Landið á fylli- lega þá fórn skilið, og gleði okkar yfir fegurð þess verður aldrei fullkomin, fyrr en þessi atriði komast i það lag, að ekki verði með verulegum rétti um vandað. Gunnar Gunnarsson. nPITILBLAÐSMYNDIN er af frægu málverki eftir Titian. Titian var einn af mestu málurum italska „endurlifnunar"tímabilsins (re- naissance) og raunar allra þjóSa og tíma. Hann lifði alla 16. öldina og starfaði meS óbiluSum kröftum, þangaS til bólan banaði honum („annars hefði hann lifaS enn“, segir máltæki um hann). MeS honum' náði hinn svonefndi „Feneyjaskóli" hátindi sínum. Dettifossmynámz hefir Vigfús Sigurgeirsson tekiS. JÖRÐ 7

x

Jörð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.