Jörð - 01.02.1940, Qupperneq 22

Jörð - 01.02.1940, Qupperneq 22
NtJ er því svo farið, að öll þjóðmenning vor verður háðari stjórnmálunum með hverju ári. Gagnvart auð- valdi ríkisins standa fátæk- ir menntamenn, rithöfundar, skáld og listamenn, sem með smáþjóðinni eru óhjákvæmilega verr staddir en með stórþjóðun- um, af því að vinna þeirra er svo lítilla fjármuna virði í fá- menninu. Það mundi vera erfitt að finna nokkurn þráð í íslenzkri menningarpólitik, enda er hún varla nefnd nema fyrir siða sak- ir í stefnuskrám flokkanna. Þeim hættir við að lita á allt slíkt sem hvimleitt aukaatriði. Sinnuleysi og lítilsvirðing á ýmsu kvabbi til ónytsamlegra hluta skiptist á við þverúð og duttlungafulla af- skiptasemi. En dæmi þessa eru svo ljós og alkunn, að út í það skal ekki frekara farið. Á hitt vildi eg drepa með fáum orðum, hvern þátt stjórnmálin eiga í uppeldi þjóðarinnar. Þó að hún haldi enn þá uppi ríkis- kirkju og fjölgi skólum, þá er það ómótmælanlegt, að stjórn- málin eru fyrir allan þorra manna orðin hin áhrifamestu trúarbrögð og sá skóli, sem menn ganga í daglega og æfi- langt. Þau skapa það andrúms- loft, sem menn lifa og hrærast í. Hvernig dafnar „viljans, hjartans, vitsins menning" í því andrúmslofti ? Það ætti að vera nóg, að bera upp þessa spurningu til þess að hver sjáandi maður 20 geti svarað henni ? En það má liða hana ofurlitið betúr sund- ur til hægðarauka. ERU leiðarar blaðanna, kapp- ræðurnar, áróðurinn, góð- ur skóli i einlægni, sanngjarnri og skynsamlegri hugsun ? Eru málin þar rannsökuð til mergj- ar, til þess að leita sannleik- ans? Það er raunalegt, að hera stjórnmálagreinar íslenzku blaðanna saman við slikar greinar í blöðum hinna bezt sið- uðu þjóða, enda er ekki sjald- gæft að heyra útlenda menn, sem náin kynni hafa fengið af íslend- ingum, láta í ljós hryggð sína yfir því. En er þá þjóðin vitr- ari en blöðin sýna? Það má að minnsta kosti efast um, að hún verði það lengi. Hún unir þessu, gleypir það, dregur dám af þvi. Sumir trúa öllu, aðrir hafa gam- an af brigzlunum, rangfærzlun- um, japlinu um, hvort sami hlut- urinn sé svartur eða hvítur. En jafnvel þeir, sem vita betur og eru hálfvegis á varðbergi, sætta sig við, að svona verði það víst að vera i pólitíkinni. Það, sem menn vita, að er lygi fyrsta sinn, sem þeir lesa það, fara þeir að taka trúanlegt, þegar það hefir verið endurtekið tíu til tuttugu sinnum. Hugsunin smásljófgast og slæpist á því að drekka í sig mikið af þessum óvandaða vaðli. OG hvernig orkar það áhjarta- lagið, að sífellt sé alið á óvild, ríg,tortryggni og óánægju? jörd
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Jörð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.