Jörð - 01.02.1940, Blaðsíða 35

Jörð - 01.02.1940, Blaðsíða 35
ÞaÖ er nokkurn veginn bersýnilegt hverjuin manni, sem átt hefur kost á aÖ fylgjast sæmilega meö þessum málum, að svona skeleggt svar hefði sama stjórn ekki greitt Rússum fyrstu dagana í dezember; afreksvörn Finna hefur á einum mánuði létt af henni þungum steini. — Með sjálfri sænsku þjóðinni hefur viðhorfið tvimælalaust stöðugt færzt í áttina til sjónarmiðs þeirra Sand- lers og Segerstedts, svo að yfirgnæf- andi meiri hluti hennar má telja víst, að leggi málin niður fyrir sér nokk- urn veginn á þessa leið: Þótt Rússar létu sér nægja Finn- land um stund, ef þeir ynnu það, þá myndum við aldrei lifa óttalausan dag eftir það, með Finnlandsstrend- ur og Álandseyjar krökar af flota- og flughöfnum og sívakandi til- hugsunina um drengskap Rússa' og areiðanleik í samningum, eiðum og efndum. — Þar að auki er engin á- stæða til að halda, að Rússar myndu stanza við Torneelfu, þó að við reyndum að fara að öllum óskum þeirra um hlutleysi. Allt bendir til, að þeir ætli sér vestur að hafi, um Ujálmsvæði okkar og Norðmanna, og tátylluna, til að abbast upp á okk- ur, verða þeir þá engu síður fund- visir á en á Finnlandi. Barátta Finna er því í raun og veru okkar barátta, og þess vegna, þótt ekki væri til að dreifa alda- gömlum frændsemis- og menningar- tengdum, eigum við að veita þeim allt, sem þeir þurfa til þess að geta varið land sitt. Ef til vill getum við gert það með sjálfboðaliðum og her- gagnasendingum, en reynist það ekki nóg, ef Finnar svigna, þá eigum yið að hafa allan okkar her vigbú- mn, til þess að geta fyrirvaralaust sagt Rússuin stríð á hendur, hvað sem hver segði. _Við þurfum tæplega að óttast á- rásir Þjóðverja, þótt við gengjum i lið með Finnum, því að um leið °g Þjóðverjar réðust á okkur, stöðv- uðum við allan járnflutning úr Norr- landsnámunum til þeirra, en það væri mjög tilfinnanlegt fyrir þá. Þeir íengju sig lika fullkeypta á þvi að ætla að sækja okkur heim, því að JÖRÐ herlending í Sviþjóð er orðin mjög torveld vegna ágætra strandvirkja, þegar hraustur her og vel búinn er að baki. En ef Þjóðverjar ætluðu að sækja okkur í lofti, þá mega þeir vita, að við myndum þiggja hjálp Breta og Frakka, og er næsta ólík- legt, að Þjóðverjar kærðu sig um að fá brezkt og franskt fluglið með bækistöðvar rétt norðan við sig, því að frá Skáni er næsta stutt til Ber- linar. Það er þvi töluvert óliklegra en hitt, að Þjóðverjar réðust á okkur vegna Rússa. En hvernig sem likurn- ar eru fýrir því, þá verðum við, að öllu athuguðu, að hætta á það, ef svo skipast, að láta eitt yfir okkur ganga og Finna, sem er því auðveld- ara, að bæði er, að okkur er hætt ef þeir farast, enda hafa þeir sýnt, þótt hálfu færri séu en við, að hraust smáþjóð getur varið sig grimmilega, og enginn og ekkert i heiminum getur bannað okkur að taka þá til fyrirmyndar. ETTA breytta viðhorf, sem hér hefir verið drepið á, hefir lika verið að smámjakast á aðgerðastig- ið, með stórauknum aðflutningum hergagna og sjálfboðaliða. Gallinn er aðeins sá, að lýðræðisríkin eru oft svo dauðans svifasein, samanborið við einræðisrikin. Og af því að öllu mannlegu eru takmörk sett, jafnvel finnskri eljan, þá biða menn þess með óþreyju, með þvi líka, að nú virðist seinna varla geta verið vænna, að Skandinavía og þá líka Bretar og Frakkar, taki skarið af liðveizlu sinni við Finna. Sviar og Norðmenn myndu skjótt beisklega iðrast þess, ef þeir afréðu hálftíma of seint, að senda nægilegan liðsstyrk; svo troð- inn, skekinn og fleytifullan refsilauna mundu þeir fá sinn syndamæli frá Rússum. Og það yrði ljótur blettur á skildi Mr. Chamberlains, ef rás við- burðanna og sagan ættu eftir að sanna, að í skiptunum við Finna hefði hann enn einu sinni ekki þckkt sinn vitj unartima. Sigfús Halldórs frá Höfnum. 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Jörð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.