Jörð - 01.02.1940, Side 39

Jörð - 01.02.1940, Side 39
þýðanda á frágangi höfundar. Yfir höfuð hafa þýðingar hinna merku erlendu rita fyrra árs verið sumpart óaðfinnanlegar og sumpart góðar, þó að út af bregði. Þýðing er list, og það verður að vinna verkið af alúð og með auga á hverjum fingri, sumpart skimandi eftir frumrit- inu, málfæri þess og stíl, sum- part eftir stíl þýðanda sjálfs og afstöðu hans við stíl höfundar, og þá ekki sízt eftir málunum báðum, sem verið er að leggja út af og á. Birzt hefur góð þýðing á María Antoinetta eftir Stefán Zweig; hana gerði Magnús Magnússon. Ritið er eitt af þess- um nýju sagnaritum, sem nú með rettu eru í svo miklum metum. Þau teljast þó engan veginn til sagn„fræði“rita, því vinnubrögð höfundanna er mjög fjærri því nð vera með nokkru fræðilegu sniði, — þau eru í raun réttri miðja vega milli þess að vera skáldrit og blaðamennska, en ekki má gleyma því, að blaða- mennska í sinni beztu mynd er list. Höfundarnir, sem þennan sagnahátt stunda, reyna að skýra °g skilja menn og atvik af get- speki sinni og mannþekkingu, og gera það vafalaust oft hárrétt. Það er venjulega talið, að þeir Strachey og Hacket hafi fyrst- ir tekið upp þennan sagnahátt, en rétt fyrir aldamótin síðustu var norsk kona af svissneskum ættum, Clara Tschudi, farin að tíðka hann og var hún víðlesin. Eftir Stefan Zweig hefur og á árinu komið út safn af sögu- legum smámyndum, „Undir ör- lagastjörnum“, sem ekki er mik- ið í varið; enda þótt höfundar hafi hlotið frægð mikla, skulu menn forðast að tína eftir þá sperðina. Þýðing þessa rits, sem er eftir Magnús Ásgeirsson, er ekki skemmtileg — of flausturs- leg og lausgyrt —, en hættan fyrir góða þýðendur og höfunda er, að takmarkalaust oflof, sem á’þá er hlaðið, getur oft, ef þeir eru svo gerðir, spillt vandvirkni þeirra. Æfisaga efnafræðings- ins frú Curie, eftir dóttur henn- ar, stórskemmtileg og stórmerki- leg bók, hefur og komið út í mjög góðri þýðingu eftir frú Kristínu ólafsdóttur lækni. Þá hefur enn birzt þýðing eftir Magnús Asgeirsson á „Insanity fair“ — „Hrunadans heimsveld- anna“ — eftir Douglas Reed, rit sem vakti feikna eftirtekt, þeg- ar það kom út. Það er sá galli á gjöf Njarðar, að hér er ekki um neina þýðingu að ræða, held- ur i mörgum atriðum um laus- legan útdrátt með úrfellingum eftir geðþótta. Meginreglur þær, sem farið hefur verið eftir við fráganginn á þessari skerðingu ritsins, má lesa framan við bók- ina, og eru þær með öllu óverj- andi. Af skáldritum kom út hin JÖRD 37

x

Jörð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.