Jörð - 01.02.1940, Page 43

Jörð - 01.02.1940, Page 43
Nú fer Imba að leita og dettur ekki i hug að aðgæta neitt nán- ar þann, er við skrifborðið sat. Hún leitar og leitar og fer að verða hálfórótt. Auðvitað sá hún Vidda út undan sér og smá- vandist því, að „pabbi“ væri eitthvað einkennilegur, án þess að það vekti nokkurn tíma eftirtekt hennar, þó að hún hlyti raun- ar að sjá það betur og betur. Sá ég, að hún var eins og tekin að gefa honum auga, en svo rugluð var hún orðin, að hún skeytti ekki því, er hún sá. Að lokum þóttist hún vera búin að leita af sér allan grun í stofunni og stefndi á dyratjöldin, en ég lædd- ist í snatri í koldimmt skot á bak við kommóðugafl og settist þar á hækjur mínar. Það er til marks um, hvað barnið var orð- ið ruglað, að hún þreifaði á kollinum á mér og fór við svo búið aftur inn í stofu, eins og ekkert hefði í skorist — og ég á gægj- ur jafnharðan. Sé ég þá, hvar hún stendur, eins og dæmd og starir á Vidda alveg skilningslaust, ■—- en hann glottir um öxl beint framan í hana. Hún er þá komin í sömu spor og ram- villtur maður, sem ekki þekkir sinn eigin bæ af hlaðinu. Varð mér nú ekki um sel og þótti óráðlegt að halda þessu gamni lengur áfram og gerði allt uppskátt. En Imba var eins og hálfdösuð á eftir, þó að hún kynni vel að meta gamanið í því, sem gerzt hafði. ÞEGAR Viddi var á 3. eða 4. ári, kom einhver þéttingur í hann við ömmu sína, en hún ætl- aði að reyna að mýkja hann. Leit þá stráksi á hana á þann hátt, sem sýnt er hér í myndinni, og mælti: „Komdu ekki við mig, amma, því Guð og blómin „á“ mig“ (eiga mig). SJ IGGA litla var mesti víkingur. Þó að jafnvel karl- jjj\ -rr ^ menn hýrðust inni veðurs vegna, þá var hún ' viss með t. d. að standa bísperrt úti á túni með hend- ur fyrir aftan bak og gera athuganir á hestum. Ein- hverju sinni var kallað á Siggu, en hún sást hvorki né anzaði. Einhver spurði: „Hvaða Sigga?“ Þá gell- ur sú litla við: „Sigga í forinni — Sigga á stein- mum — Sigga í grasinu." Hún þekkti svo sem álit- ið á sér. JÖRÐ 41

x

Jörð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.