Jörð - 01.02.1940, Side 52

Jörð - 01.02.1940, Side 52
megi taka til garðávaxta (fleiri en kartafla og rófna), er geyma megi sem nýja langt fram á vetur (og lengur með sérstök- um verkunaraðferðum). Fyrstu garðjurtirnar, sem koma í gagnið, eru karsi, spín- at, salat og hreðkur (rabarbar- inn er of kunnur til þess að vér nefnum hann hér). Karsa á að sá í maí, undir eins og unnt er að ganga frá beðparti, sem ekki þarf að nota undir mikil- vægari sáningu, eins og t. d. gul- róta. Fræið er nokkuð stórt og er því dreifsáð. Viðri sæmilega. er eftir svo sem mánuð kominn upp þumlungshár samfelldur gróður, sem má taka að reita of- an af og hafa á smurt brauð. Rabarbaramauk fær snarpara og skemmtilegra bragð (að ýmsum þykir) sé það blandað til hálfs með karsa; ekki er vert að blanda meir en notast samdæg- urs eða svo. Karsa á alltaf að saxa mjög smátt. (Grasajárn þarf að vera í hverju eldhúsi). Nóg er að ætla fermetra fyrir karsann. Salatið getur orðið næst til að komast í notin, með því að sá því i vermireit eða sólreit og má gróðursetja það út í garð, þó að því sé nokk- ur hnekkir að þvi, nema vel sé til alls vandað. Segjum, að nóg sé að ætla 2 fermetra undir gróðursetningarsalat; fræið er fremur smátt. Meira fræmagni verður að sá beint í garðinn; segjum, að 5—10 ferinetrar sé 50 hæfilegt rúm fyrir allt salatið, til að byrja með. Þá má eta það i hrúgum frá júlíbyrjun og til októberloka. Salatið er borðað hrátt, niðurskorið, með sætsúrri idýfu úr áfum. rjóma, sýru, skyri, mjólk — einu eða fleiru eftir ástæðum. Með reynslu og smekkvísi má gera mjög ljúf- fenga salatídýfu úr ódýrum efn- um. Salati, þannig tilreiddu, er helzt að líkja við bláber með sykruðum rjóma eða mjólk. Lystugri matur finnst ekki. Tvær eru aðaltegundir salats: blaðsalat, er sprettur örar, og höfuðsalat. Annars kemur allt salat fljótt í notin, með því að sá nógu þétt, til að byrja með, og grisja jafnóðum og þrengist. Bezta afbrigði höfuðsalats hér á landi mun vera Wheeler’s Tom Thumb. Spínat vex heldur örar en salat, en þolir illa flutning úr gróðurreit i garð. Kuldar hafa engin áhrif á það. Það kemst i notin í júlíbyrjun, sé rétt með það farið. Rétt er að hafa álíka stóran blett undir spínat sem salat. Bezt er það snöggsoðið í mjólk; setjið rjóma í hana á sunnudögum og ögn af smjöri líka, ef þér notið mjög mikið af blöðunum; sé mjólkin ekki bætt þannig, munu flestir telja til bóta að sykra spínatmjólkina agnarlitið. Spínatskyr er undur- samlegur réttur. Annars er spi- nat notað í (litlum) jafningi með kjöti og fiski, smátt saxað. Bezta afbrigðið hér á landi heit- jord

x

Jörð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.