Jörð - 01.02.1940, Page 55

Jörð - 01.02.1940, Page 55
ekki er vel syndur, ekki iðkar útileik að staðaldri eða aðra karl- mannlega íþrótt, svo sem hnefleik, skylmingar eða annað álíka; sá varla talinn i húsum hæfur, sem ekki baðar sig daglega úr köldu vatni, en einu sinni til tvisvar á viku úr heitu. Þetta er nú ein af hinum ævagömlu, rótgrónu hefðum Eng- lendinga, sem gera menningu þeirra svo svipsterka, þjóðlíf þeirra svo þróttmikið. En eins og Englendingar eru fastheldnir á þær ágætu lífsvenjur, sem þeir hafa myndað sér við langs aldurs járn- harðan menningarmetnað, þannig eru þeir dálítið of svifaseinir til að vera í fararbroddi, þegar svo að segja heilt mannkyn vakn- ar til skilnings á gildi líkamsmenningar, við það að hafa haft hið giæsilega dæmi Englendinga fyrir augum kynslóð eftir kynslóð. Þá eru það fræðilega sinnaðar áhlaupaþjóðir, eins og Þjóðverj- ar, sem ryðja brautina og færa út kvíar hinnar gömlu heimaöldu hámenningar, með því að leggja henni vísindalega undirstöðu, kanna fræðilega á hverju hún hvílir, eftir hvaða leiðum aðferð- irnar verka, líffræðilega skoðað, og nota þann skilning, sem þannig vinnst, til að tryggja árangurinn enn betur, og ná honum enn meiri og almennari. Þar með erum vér komin að líkamsmenningu nútímans. Hún er fræðileg. Og hún er almenn — eða á góðum vegi með að verða það. * FORNÖLD og jafnvel á miðöldum var líkamsmenningin ■*- fræðileg eftir því, sem þá var um að gera. Forngríska lík- amsmenningin var fræðileg og almenn, enda náðist þá sá rækt- unarárangur, er hin undursamlegu líkneski þeirra bera þann vott um, sem enn er hafinn yfir lof. Forfeður vorir á landnáms- °g söguöld stunduðu líkamsmenning með þaulreyndum aðferðum, sem vafalítið hafa nálgast það að vera fræðilegar. Svo tapaðist þráðurinn að mestu. Skal sá ferill ekki rakinn bér að neinu. En nú eru þjóðir hinnar vestrænu menningar sem sagt vaknaðar aftur til nýrrar líkamsmenningar og nú með meiri mattuleikum til árangurs en nokkru sinni fyr. Hin mjög vaxna nattúrufræðilega þekking síðustu tíma og hið víðtæka vísindalega sjonarmið hafa hleypt þessum snögga vexti í vestræna líkams- menningu í sambandi við þrennt annað: I) Eðlilegt andkast við vanmetum þeim og gleymsku, sem líkamsmenningin mátti heita sokkin ofan í; 2) ákafa aukningu (og ofvöxt) viður- kenningarinnar á gildi og rétti kynferðislífsins; 3) botnsköfu vigbúnaðarviðhorfs stórveldanna, sem ekkert skilur undan, er kom- JÖRÐ cq

x

Jörð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.