Jörð - 01.02.1940, Side 58
KO N A
EG HEFÐI nú haldið, a'S ég
myndi fyrstu kynni.mín af
Jane Fowler.* En það skal
viðurkennt, a'ð ekki er þa'ð nema
af því, að hvert einstakt atriði
hinnar snöggu kynningar var að
eðli sínu ógleymanlegt, að ég
rengi mig ekki sjálfur. Ég var
nýkominn til Fundúna frá Kína
og var að drekka síðdegiste með
frú Tower**. Frú Tower hafði
lent í fúnkífárinu, og með því
hún sást ekki fyrir, fremur en
konum er títt, i þess háttar sök-
um, þá var hún ekkert að horfa
í það að varpa frá sér stólum,
er verið höfðu henni notalegir
í áratugi, borðum, dyngjunni,
stofuskrúði, sem hún hafði hvílt
augun við frá giftingu, myndum,
sem höfðu lifað með henni heila
kynslóð — og fleygði sér í fang-
ið á skreytisérfræðingnum. Ekk-
ert var eftir í gestastofu henn-
ar, er ætti nein ítök í henni,
þannig, að það minnti hana á
neitt. Og nú hafði hún boðið
mér heim, til að sjá alla fúnkí-
dýrðina. Allt var sýruþvegið*.
sem þvegið varð; hitt málað.
Ekkert stóðst á, en allt stóð
heima.
* frb. dsjein fáler.
** frb. táer.
* ASferS til aÖ ná skrúSgljáa af
tré og koma á það sérstökum, forn-
um svip (sbr. „oxyderað" silfur).
56
STUTT FRAMHALDSSAGA EFTIR
SOMERSET MAUGHAM
„Þér munið auðvitað eftir,
hvað stofubúnaðurinn minn var
kátlegur?“ spyr nú frú Tower.
Gluggatjöldin nýju voru glæsi-
leg og þó skorin við nögl; ein-
faldur hægindabekkurinn þakinn
ítölsku glitsilki. Stóllinn, sem ég
sat í, var með smákrossasaum.
Herbergið var fallegt: ríkmann-
legt án íbur'ðar, frumlegt án til-
gerðar. Samt fannst mér vanta
eitthvað í það. Og jafnframt
því, sem ég lét aðdáun mína í
i ljós, spurði ég sjálfan mig,
hvernig í því gæti legið, að mér
höfðu fallið betur forsmáðu hús-
gögnin, þó ekki væri með öllu
óþvæld, vatnslitamyndirnar, er
lengi þóttu svo góðar og gegn-
ar, og kátlega postulínsglingrið
þýzka, sem skreytt hafði arin-
hylluna. Hvað gat það verið, sem
ég saknaði í öllum þessum her-
bergjum, sem sérfræðingarnir
liöfðu lagt svo ábatasamt verk í
að umsnúa? Hjarta? Ja — frú
Tower kunni hið bezta við sig.
„Finnnast yður ekki alabast-
urslamparnir mínir viðfeldnir?"
spurði hún. „Það er svo mild af
þeim birtan.“
„Það er fluga í mér, frú: eg
hænist að ljósi, sem ég sé.“ Ég
brosti framan í hana.
„Það er svoddan vandi að
koma því heim við, að maður
sjáist ekki sjálfur ótilhlýðilega."
Og frú Tower hló.
JÖRÐ