Jörð - 01.02.1940, Side 63

Jörð - 01.02.1940, Side 63
hún demantamen úr silfri. Á höndunum hafði hún langa, svarta glófa og hélt á blævæng úr svörtum strútsfjöðrum. Henni hafði tekizt, — sem ekki er al- gengt, — að tjá sjálfa sig trú- verSuglega í útliti sínu. ÞaÖ hef'Öi aldrei neinum getað komi'Ö til hugar, aÖ hún væri annað en „eftirskildir ástvinir“ sterkríks, norðlenzks verksmiðjueiganda. „Það er bara fallegur háls á þér, Jane,“ sagði frú Tower og brosti uppörfandi. Það var hófsamlega að orði komist: hálsinn var merkilega unglegur, borinn saman við veð- urbitna andlitið ; sívalur, hrukku- laus og hvítur. Ég gerði þá at- hugun, að höfuðið á henni var hreint og beint glæsilega tengt við herðarnar. „Hefir Maríon sagt yður nokkuð í fréttum?“ spurði hún nú og sneri sér að mér með þessu hrífandi brosi sínu, eins og við væruni gamlir vinir. „Ég óska yður allra heilla,“ sagði ég. „Bíðið nú með það, þangað til þér sjáið yngissveininn minn.“ „Ertu nú ekki svolítið of drjúg, þegar þú ert að tala um yngissveininn þinn?“ spurði frú lower brosandi. Það var enginn vafi á því, að augu frú Fowler Ijómuðu bak við gleraugnaferlíkið hennar. „Ekki er vert að gera ráð fyrir honum mjög gömlum. Gætuð þið vitað mig ganga að eiga gamlan JÖ1RÐ karlhlunk með annan fótinn á graf arbakkanum ?“ Meira lét hún ekki uppi, til að búa okkur undir. Satt að segja var heldur ekki tími til nánari skýringa, því að „kjallarameist- arinn“ smellti upp hurðinni og tilkynnti hátt og snjallt: „Herra Gilbert Napier.“ (Frh.) BLÓMRÆKT getum vér því miður ekki rætt í þessu hefti, sökum skorts á rúmi. Feg- urð blóma og angan ætti að setja svip á hvert íslenzkt heimili. INÆSTA hefti ritar Unn- steinn Ólafsson, forstöðu- maður garðyrkjuskólans í Hveragerði um útbreiðslustofn- anir í sveitum fyrir aukna garð- yrkjumenningu. Einnig verða þar bendingar um blómrækt, um gróðrarstíur, sýkingarvarnir o.fl. sem þá kallar að í garðyrkjunni. Unnsteinn og bræðurnir Ragnar og Mattlúas Asgeirssynir hafa eftirlit með öllu, sem birtist í „Jörð um þessi efni eftir ófag- lærða menn, og svara spurning- um, sem ritinu kynnu að berast að þeim lútandi,eðahafa umsjón með svörunum. Áhugamenn um allar trissur eru hvattir til þess að senda spurningar, bendingar, frásagnir af eigin reynd og aðr- ar smágreinar um garðyrkju. Verður slíkt birt eftir föngum. 61

x

Jörð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.