Prestafélagsritið - 01.01.1927, Page 5
PrestafélagsritiO.
GUÐBRANDUR ÞORLÁKSSON
HÓLABISKUP.
In memoriam
1627—1927.
Eftir dr. theol. Jón Helgason biskup.
Guðbrandur Þorláksson er ekki aðeins fyrirferðarmestur
allra 16. aldar biskupanna hér á landi, heldur og allra þeirra
biskupa, sem hafa setið á Hólastóli frá því er þar var settur
biskupsstóll. Honum var það fremur öllum öðrum að þakka,
að hinn nýi siður kemst fullkomlega á, svo að talað verður
um siðaskifti á landi hér sem alviðurkenda staðreynd, enda
auðnaðist honum að starfa sem biskup í 56 ár, lengur en
nokkur annar í þeirri stöðu hér á landi. Guðbrandur var þá
líka svo af Guði gefinn, að honum voru allir þeir kostir lán-
aðir, sem einkum þurfti með, til þess að reisa kirkju íslands
úr þeirri andlegu kreppu og niðurlægingu, sem hún var komin
í. En þeir mannkostir voru m. a. góðar gáfur, djúpsettur lær-
dómur, óvenjulegt starfsþrek, mikil verkhygni og stefnufesta
samfara einlægum kærleika til málefna þeirra, er Guðs ríki
varða, og lifandi löngun til að vekja menn og leiðbeina þeim.
Þessir voru þeir mannkostir, sem prýddu lífsferil þessa ágæta
tilsjónarmanns íslenzkrar kristni.
Því er ekki nema tilhlýðilegt, að hans sé sérstaklega minst
á þessu ári, er liðin eru 300 ár frá dauða hans. Þó er til-
gangurinn með grein þessari ekki sá, að rekja æfiferil Guð-
brands biskups og það því síður, sem fyrir nokkrum árum er
á prent komin mjög ítarleg æfisaga hans í hinu mikla riti
1