Prestafélagsritið - 01.01.1927, Qupperneq 9
Pretíafélagsrilið.
Guðbrandur Þorláksson.
5
inni einni saman. Mikinn hluta Gamla-testamenfisins hefir
Guðbrandur sjálfur íslenzkað eftir Lúters þýzku utleggingu og
latnesku kirkjubiblíunni (Vulgata). En það sem til var af þýð-
ingum einstakra rita Gamla-testamentisins eftir þá Odd Gott-
skálksson, Gissur biskup, (ef til vill) Gísla biskup o. fl., það
mun hann hafa notað og hefir munað talsvert um það, þótt
að sjálfsögðu hafi hann samræmisins vegna orðið að yfirfara
það alt á undan prentun. Farast honum sjálfum orð um það
á þessa leið: »En svo mikið ómak hafði ég þær sumar dönsku-
blandaðar útleggingar og brákað mál að yfirlesa, lagfæra og
emendera, að það var ei stórs minna vert en að nýju út að
leggja sem bevísað verður*. Nýja-testamentið má telja því
sem næst óbreytta endurprentun á þýðingu Odds.
Biblíu-útgáfa Guðbrands biskups er sá merkisfeinn í sögu
íslenzkra bókmenta, sem aldrei verður hrundið, þrátt fyrir
eðlilega annmarka, sem á því verki hljóta að vera. Þar er
03, — þrátt fyrir eldri þýðingar eftir aðra, sem nota mátti, sumar
nálega óbreyttar, — um bókmentalegt afreksverk að ræða, þegar
litið er til mjög erfiðra aðstæðna útgefandans. Og hvernig
sem málið annars horfir við frá »sjónarhóli tungunnar* al-
ment, þá verður því ekki neitað, að með Guðbrands-biblíu
er lagður grundvöllur hins kirkjulega bókmáls, eins og það
átti fyrir hendi að verða hér ríkjandi um komandi aldir og
enda fram undir miðbik 19. aldar. En hvað sem þessu
líður, þá má segja, að með útkomu biblíunnar allrar á íslenzku
sé lagður Iokasteinn hinnar nýju kirkjubyggingar siðaskiftanna
á voru landi.
Af öðrum ritum, sem Guðbrandur biskup gaf út verður að
telja sálmabók hans langmerkasta. Hún kom út árið 1589
(»Ein ny Psalma Ðok Með morgum andligum Psalmum kristi-
ligum Lofsaungvum og Víjsum skickanliga til samans sett og
auken og endurbætt«). Svo sem kunnugt er, höfðu þeir bisk-
uparnir Marteinn og Gísli, og sennilega einnig Ólafur Hjalta-
son, látið prenta hver sitt sálmahefti fyrir daga Guðbrands
biskups. En bæði var það, að sálmarnir í kverum þessum
voru alt of fáir og gátu því illa nægt fyrir alla sunnu- og