Prestafélagsritið - 01.01.1927, Qupperneq 10
6
Jón Helgason:
PrestafélagsritiÐ.
helgidaga kirkjuársins, og svo leiddi af því mikill ruglingur
að ekki hafði verið gert neitt til þess að fá eina og sömu
sálmabókina innleidda um land alt og ekki einu sinni innan
sama biskupsdæmis. Það gat jafnvel komið fyrir, að ekki væru
notaðir sömu sálmarnir í tveimur nágrannakirkjum sama presta-
kallsins. Gera mætti ráð fyrir, að Guðbrandur hafi verið far-
inn að undirbúa þetta sálmaverk áður en konungsbréfið 1585
var útgefið, sem fól honum að vinna þetta verk, þar sem
handrit þess er fullsamið að ári liðnu; því að þótt Guðbrandur
væri manna stórvirkastur, er naumast að ætla, að ekki hafi
farið lengri tími í að safna öllum þeim sálmum saman, og það
þess heldur sem frá sjálfum sér gat biskup ekki lagt neitt til
af því tægi. Inniheldur bók þessi alls 358 sálma, sem skift er
niður í 6 flokka. Var bókin prentuð í 375 eintökum og seld
á 1 ríkisdal óbundin, en IV2 bundin. Ekki er að efa, að
biskup hefir gengið að þessu sálmabókar-starfi með lifandi
áhuga á því, að bókin mætti verða sem bezt úr garði gerð.
Hann er þar sízt á sama máli og þeir sem »lasta allan skáld-
skap og hljóðstafagrein í sálmum og andlegum vísum og vilja
ekki líða, að sálmar séu upp á hljóðstafagrein útlagðir, og
meina, að ei varði með hverju móti það er útlagt, sem í kirkj-
unni syngjast skal, þegar það verður skilið*. — Virðist biskup
þar hafa í huga hirðuleysi það, er átti sér stað um alt rím í
sálmakveri Gísla biskups. Hann hefir og áhuga á, að móður-
málinu sé þar allur sómi sýndur. »Fyrir þessar greinir«, segir
hann, »svo og einnig móðurmáli voru til sæmdar og fegurðar,
sem í sjálfu sér er bæði ljóst og fagurt og ekki þarf í þessu
efni úr öðrum tungamálum orð til láns að taka eða brákað
mál né bögur að þiggja, þá hefi ég allan tíma síðan ég kom
til þessa embættis (óverðugur), óskað þess og lagt þar hug
og ástundun á, að vorir sálmar mættu með mjúkari málsnild eftir
réttri hljóðstafagrein og hætti og þó þar með eftir originaln-
um, þeim þýzka og latneska, verða útlagðir*. Hins vegar
hirðir biskup ekki um sálma, sem eru »of mjög hneigðir upp
á skáldskap og hljóðstafamálsnild, með djúpum kenningum og
lítt skiljandi orðum og meiningum*. Hann telur það >mjög