Prestafélagsritið - 01.01.1927, Síða 11
Prestafélagsritið.
Guðbrandur Þorláksson.
7
misráðið og ólaglegt* að vanda sem bezt veraldlegan kveð-
skap, en »hirða ekki að vanda það, sem Guði og hans lof-
gerð viðkemur*. Hann sýnir og fram á hve mikilvæg sé
skáldskapar-málsnildin og sálbætandi. Því að »þó að Guðs
orð, það sé í sjálfu sér létt og auðnæmt og sú allra sætasta
sönglist og málsnild, hafandi guðdómlegan kraft til að gefa
huggun særðum, sorgfullum samvizkum og réttilega að gleðja
hjörtu og hugskot manna, þá megi þó öll sanngjörn hjörtu
játa það og meðkenna, að þar kemur til samans mjúk mál-
snild orðanna og fagurlegt lag og sæt hljóðagrein, þá fær sá
söngur nýjan kraft og gengur djúpara til hjartans og hrærir
það og uppvekur til Guðs. Hvar fyrir skyldi ellegar s. Páll
áminna oss um lofsöngva og andleg Ijúfleg kvæði að syngja
fyrir drotni?« Af öllu þessu má sjá, að Guðbrandur biskup
hefir haft næman skilning á þeim kröfum, sem gera verður
til kristilegs sálmakveðskapar.
En Guðbrandur biskup hefir hins vegar ímugust á rímna-
kveðskapnum, eins og hann var iðkaður á þeim tímum. Hon-
um vill hann helzt útrýma, og með sálmabókinni vonar hann,
að það kunni meðal annars að takast: »Hann vonar, að fram-
koma þessa andlega kveðskapar verði til þess, að af mættu
leggjast þeir ónytsamlegu kveðlingar, trölla- og fornmanna-
rímur, mansöngvar, Afmors vísur, bruna-kvæði, háðs- og hug-
móðsvísur og annar vondur og ljótur kveðskapur, klám, níð,
keskni, sem hér hjá alþýðufólki framar meir er elskað og
iðkað, Guði og hans englum til stygðar, djöflinum og hans
árum til gleðskapar og þjónustu, en í nokkru kristnu landi öðru
og meira eftir plagsið heiðinna manna en kristinna o. s. frv.«.
Mikill meiri hluti sálmanna hefir að líkindum verið til áður
en Guðbrandur kom til sögunnar. Nokkrir þeirra höfðu áður
verið prentaðir í sálmakverum þeirra biskupanna Marteins og
Gísla, en allmiklu safnað víðsvegar að, því að margir höfðu
snemma í hinum nýja sið tekið sér fyrir hendur að lýsa and-
legum hugarhræringum sínum, þrá eftir Guði og hjálpræði
hans, þakklæti við Guð, synda-játningu o. s. frv. í bundnu
máli. Sjálfur hefir Guðbrandur lítið fengist við slíkar lagfær-