Prestafélagsritið - 01.01.1927, Qupperneq 17
Prestafélagsritiö.
Guðbrandur Þorláksson.
9
En þar sem reynslan sýndi, að þetta vildi ekki takast, hug-
kvæmdist biskupi að gefa út aðra bók, er betur mætti vera
til þess fallin. Var það l/ísnabókin sem kom út 1612. Þar var
safnað saman gömlum kvæðum úr katólsku, sem einnig gátu
átt við, þótt siðaskiftin væru komin á, helgikvæðum og öðrum
andlegum kveðskap (þar birtist »Lilja« Eysteins í fyrsta skifti
prentuð) og nýjum kveðskap frá tíð Guðbrands sjálfs. Hafði
hann í því skyni snúið sér ti! skáldmæltra samtíðarmanna
sinna, eins og séra Einars Sigurðssonar í Eydölum, séra Ólafs
Guðmundssonar í Sauðanesi, séra Arngríms frænda síns á
Melstað Jónssonar og séra Jóns Bjarnasonar á Presthólum,
svo að nefndir séu helztu stuðningsmenn hans að þessu verki.
Voru ljóð þeirra út af biblíufrásögum og öðrum andlegum
yrkisefnum og oft með rímnalögum, til þess að yrði sem bezt
við alþýðuhæfi. Naumast hefir þessu verki verið eins vel tekið
og útgefandi hafði gert sér vonir um, ef ráða má af því, að
ekki var Vísnabókin endurprentuð fyr en 1748.
En auk þessara höfuðrita, sem Guðbrandur biskup gaf út
og nú hafa verið talin, þýddi hann, endursamdi og bjó til
prentunar mesta sæg guðsorðabóka og andlegra fræðibóka,
er sumpart voru ætlaðar prestum, en sumpart alþýðu eða
hvorutveggja, og smábæklinga margvíslegs efnis, sem of langt
yrði hér upp að telja. Svo telst til, að hann hafi prenta látið
hérumbil 90 rit stærri og smærri, flest þýdd eða endursamin
eftir þörfum íslenzkra lesenda af honum sjálfum.
Stórvirkni Guðbrands við bókagerð er beztur mælikvarði á
áhuga hans á því að vinna Guðs kristni innanlands gagn og
hafa áhrif til kristilegrar vakningar í anda evangeliskrar trúar,
bæði á presta og allan almenning. Og hann hefir þar fyrir
augum ekki sitt eigið biskupsdæmi eitt, heldur landið alt.
Hann er líka seint og snemma á ferli með leiðbeiningar sínar,
áminningar og örvanir til presta um að leggja stund á fagurt
líferni og Guði þóknanlegt, og að sýna árvekni og skyldu-
rækni í köllunarverki sínu, bæði sem flytjendur orðsins í kirkj-
unni og sem fræðarar og sáluhirðar safnaðanna utan kirkju.
Þess var ekki heldur nein vanþörf. Því að enn þá var prest-